Skólablaðið - 01.04.1912, Blaðsíða 5

Skólablaðið - 01.04.1912, Blaðsíða 5
SKOLABLAÐIÐ 53 rit hefur það jafnan gefið út og sýnt, að það lætur sér ant um að efla menningargengi landsbúa. Skal þá flett við blaði, og skoðað dagblaðasafnið íslenska Hvernig ætli blöðin ræki nú skyldu sína við menn og málefni? Svörin munu verða mjög á einn veg sem eðlilegt er. Alsanna er það, að blöðin fjandskapast, — ennfremur það, að þau leggja menn í einelti í þeiin tilgangi, að sjá skömm þeirra sem best borgið. Málstaður manna rangfærður og á illum öfgum gengur. Æskilega fræðandi eru blöðin ekki, fyrir þá sök, að alt er rnetið með augum hlutdrægninnan (gleraugum rangherminnar), sem máli skiftir. Bætt við og slept úr á víxlj eftir því sem við þykir eiga. Leiðbeinandi eru þau ekki fyrir því, að persónulegt batur til mótstöðumannsins stýrir of oft pennanum, í orðasenn- unni. Blekkingar og óorðheldni sóttnæm pest. Og víst hafa pólitísku erjurnar verið mörgum skóli í Ijótu löstunum, í ræðu og riti, á seinni tímanum. Blöðin kenna orðbragðið. Dómur verður því þungur um þau að falla. Enginn góður drengur finnur að því, þó skýrt og skorinort sé til máls sagt, þó mál sé sótt og varið með ærlegum atgangi. En þegar blandað er inn í deilurnar persónulegum skömmum og óhroða, þá versnar í öllu. Ódrenglyndi er alls staðar svf- virðilegt. Ritstjórar blaðanna mega ekki gleyma þeirri þungu skyldu, sem á þeim hvílir sem leiðtogum þjóðarinnar . í helstu landsmálum. Sje þeirn sama um skömm og heiður, þá er hætt. við að blöðin þeirra verði ærið miklar sorpskrínur, andstyggileg fæða öllum drenglyndum mönnum. — Seni stendur, þá er útlitið með rekstur pólitísku blaðanna. yfrið ískyggilegt. Að vísu fylgir jafnan mikið moldviðri þing- ræðisreglunni, hvar sem hún er rækt, En drengskapurinn krefst heiðarlegrar blaðamensku, þó á skifti um skoðanir manna. Frá þessu hryggilega máli skal horfið ið fyrsta; en því þó viðbætt, að eins vel myndi mega verja peningum og það, að kaupa fyrir þá sum pólitísku blöðin vor, sem svæsnast berast á. Og tíma mætti betur verja, en til þess að lesa óhroðann

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.