Skólablaðið - 01.04.1912, Blaðsíða 9

Skólablaðið - 01.04.1912, Blaðsíða 9
SKOLABLAÐIÐ 57 þar miklu stærstir skaðar af, því at þá má eigi kaupa af öðrum löndum með fé hvárki siðu né mannvit, ef þat týnisk eða spillisk er áðr var í Iandinu.« : Um skóla erlen iis. Eftir J.J. IV. Saga. Hér á íslandi kennum við söguna þannig, að telja upp feiknin öll af sundurlausum viðburðum: vígaferlum, ártölum, mannanöfnum, ættartölum, lagabreytingum, stjórnarskrárfrum.vörp- um o. s. frv. Börnunum er á sumum stöðum hlýtt yfir þessan óaðgengilegu kenslubækur tvisvar á vetri f nokkur ár. Á ein- staka stað brjóta ungir, áhugasamir kennarar bág við venjuna, en það verður árangurslaust. Foreldrarnir heimta. venjulega að heldur sé haldið áfram með sögukverið einu sinni enn,; þá sé meiri von að barnið fái góða einkunn í vorprófinu. Og á meðan kennararnir eru jafnréttlausir og þeir eru hér á íslandi, þá er nær aldrei nein von til að þeir geti haldið sínu, jafnvel þó þeir séu allir af vilja gerðir til að vinna sem best að upp- eldi þeirra barna sem þeim er trúað fyrir. En gamlar og úreltar kreddur þeirra sem hafa meiri vilja en þekking veldur því að haldið er gamla óvananum. En liver er þá sá gamli óvani með sögu kenslu? Har.n er sá, að kenna efni sem börn aldrei skilja og að. kenna það þannig, að það verður ekki skilið. Afleiðingin er sú að börnin fá leiða á náminu, óska allri sögu norður og niður og skilja miklu minna í sögu en jafnaldrar þeirra sem aðeins hafa lesið fornsögurnar kenslulaust, þegar komið er í hærri skóla. Stóru þjóðirnar voru fyr, og eru sumar að nokkru enn á sama stigi og viö. En flestai eru þó komnar nokkuð lengra, og skal nú víkja að því.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.