Skólablaðið - 01.06.1912, Síða 4

Skólablaðið - 01.06.1912, Síða 4
84 SKÓLABLAÐIÐ og verðlauna af fé skólanna, og geta farið á mis við fleiri styrk- veitingar af góðgerðastofnunum þjóðfélagsins. Svona mætti halda áfram að telja. Hér á landi eru engar skorður reistar gegn því að selja smábörnum tóbak. Menn hafa sjálfsagt ekki fundið þörf á því enn sem komið er. En til þess gæti þó komið á endanum, og er ef til vill þegar rekið að því. Það er sem sé allmjög farið að bóla á því, líklega meira en margur hyggur, að börn vor reyki, eru sumstaðar sem óðast að leggja út á þá ógæfubraut. Og tóbakið, sem þau reykja, er oftast versta úrhrakið sem til er, vindlingar. Eg tel víst að það sé hvorki að vilja foreldra né kennara, en get hins vegar ekki ímyndað mér annaö en að það sé á vitund eigi allfárra. Hér er því alvarlegt verkefni fyrir höndum fyrir kennarana, og raunar hvern hugsandi mann, sem ekki getur horft á það með köldu blóði, að unga kynslóð- in veiklist, úrættist og siðspillist. Mér er vitanlega ekki vel kunnugt um það, hve mikið kveður að vindlingareykingum barna víðsvegar á landinu, en hefi ástæðu til að halda að nokkur brögð séu að þeim, eink- um í kaupstöðum og fjölbygðari kauptúnum. Meðan málið er órannsakað að öllu leyti, er ekki gott að segja með vissu, hvern- ig ástandið er; en það er tilætlun þessara lína að vekja menn til umhugsunar um það, og fá menn til að gera tilraunir í þá átt að komast að réttri niðurstöðu. Hér í »Eyjum« er ástandið því miður ekki sem glæsileg- ast. Eg var oft búinn að verða þess var, að sum skólabörnin voru farin að leggjast í reykingar. En hve víðtækur þessi ósið- ur væri orðinn, var mér ókunnugt um; því börn reyna að dylj- ast svo lengi sem þau geta. Mig langaði að fá eitthvað stað- betra á að byggja en lauslegar ágiskanir, og ásetti mér að grafast fyrir það með lempni, hvort um nokkurn verulegan voða væri að tefla. Með aðstoð kennaranna við skólann rannsakaði eg 3 efstu bekki skólans 12. febrúar síöast liðinn, og korn þá í ljós, sem fæsta mun hafa grunað, að 64% af börnum þessum höfðu gert sig sek í því að reykja — reykja þenna tóbaksóþverra, sem fæst í vindlingum. í lægri bekkjunum tveimur fundust síðar 9 börn á aldrinum 9, 10 og 11 ára, sem voru þegar

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.