Skólablaðið - 01.06.1912, Síða 15

Skólablaðið - 01.06.1912, Síða 15
SKÓLABLAÐIÐ 95 Heilsuhœlissjóður skólabarna er fyrst að verða til á síð- astliðnum vetri, og gengur vel að safna í hann. — 202 kr. 9 aurar hafa safnast á þeim stutta tíma, síðan málinu var hreyft í vetur. Skólaeldhús-kenslu hafa notið 12 — 14 ára stúlkur úr 6 deildum skólans. Suvd er ekki skyldunámsgrein í skólanum, en talsvert mörg af eldri börnunum hafa þó lært sund nú með vorinu. Sund ætti að vera skyldunám allra barna á einhverjum aldri, svo að hvert barn skildi við skólann nokkurnveginn sund- fært. Kvennaskélínn. Par vóru rétt hundrað stúlkur í 4 deildum. Auk þess 12 stúlkur í hiísstjórnardeild Tvö eru námskeið þeirrar deild- ar, annað frá 1. okt. til janúarloka; hitt frá 1. febr. til 1. júní. En auk þess verður nú í sumar, eins og í fyrra sumar 3. námskeiðið handa 12 stúlkum frá 1. júní til 15 júlí, eða 6 vikur. Pað er þannig 36 stúlkur, sem fá kenslu í hús- stjórnarstörfum við skólann á þessu skólaári. í heimavist vóru 30 nemendur, 12 hússtjórnarnemendur og 18 skólariemendur. Við skólarn vóiu 21 kennarar, 11 konurlO karlar. For. stöðukonan hefur föst laun (ef laun skyldi kalla), og svo kenslukonan við hússtjórnardeildina, en öllu hinu kennaralið- inu er launað með »tímaborgun«, borgun eftir kenslustunda- fjölda, og er fjárhagur þessarar aðal mentunarstofnunar kvenþjóðarinriar íslensku ekki beisnari en það, að kenslu- laun eru jafnvel lægri en í barnaskólanum. Árspróf var auðvitað haldið áður en .kóla var sagt upp. og vcru prófdómendur kjörmr (af skólanefndinni) til að vera við 4. deildar próf. Verslunarmannaskólinn. Þar vóru 83 nemendur í vetur. 20 tóku1 burtfarajpróf í vor.________________________________________________________ Lesendur blaðsfns eru beðnir að afsaka misfellur, sem urðu á prentun seinasta blaðs (5. tbl.), þar sem efni hafði misraðast á einni blaðsíðu, og margar stafvillur óleiðréttar.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.