Skólablaðið - 01.10.1912, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 01.10.1912, Blaðsíða 1
SKOLABLAÐIÐ --3SSSS- SJÖTTI ÁRGANGUR 1912. Reykjavík, 1. okt. 10. tbl. Er heimilunum trúandi fyrir lestrar- kenslunniP í fyrstu grein fræðslulaganna segir svo: Fræðslu barnatil fullnaðs 10 ára aldurs skulu heimilin annast sjáif og kosta . . . skal hvert barn 10 ára að aldri vera orðið nokkurnveginn lœst og skrifandi, ef það er til þess hæft. Þegar þetta lagaákvæði er sett, er sjálfsagt búist við því, að heimilin geti sér að kostnaðarlausu kent lestur og skrift, m. ö. o. gert ráð fyrir því, að á hverju heimili sé einhver, sem geti kent þetta; því að í sömu grein er ekki gert ráð fyrir að annað geti hamlað en hirðuleysi eða mótþrói húsuænda; en ekki búist við því að nokkurt heimili sé svo illa statt að kenslukröft- um, að lestur og skrift verði ekki keut fyrir þá sök. Líklega eru flest heimili fær um að kenna lestur, eins og hann hefur hingað til vetið kendur. En hitt er líka víst, að til eru heimili, sem ekki eru fær um það; enginn svo fær í lestri á heimilinu, og jafnvel engin bók til. Sleppum því; þau heim- ili eru undantekningar. Hitt mun aðalreglan, að heimilin séu sjálffær um að kenna lestur — og þá því fremur skrift — ef þau nenna því, og þurfi því ekki að kaupa þá kenslu af öðrum. En nenna þau því alment? Hvað segir reynslan? Hún segir það, að kenslu heimilanna í lestri sé mjög víða svo ábóta- vant, að hún stendur farkenslunni og skólakenslunni fyrir þrifum. Eru heimilin þá hirðulausari nú en áður? Eða eru þau ófærari nú en áður til að kennaþetta? Stundum heyrist kvartað um það, að heimiliskenslunni fari aftur. Síðar. farkenslan og

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.