Skólablaðið - 01.12.1912, Blaðsíða 11

Skólablaðið - 01.12.1912, Blaðsíða 11
SKÓLABLAÐIÐ 187 Svörunum rigndi yfir hana. Það var Álffríður — hún stökk út — hún var í erma- lausri karlmannsskyrtu — hún var í tvennum sokkum af því að engir hælar voru í innri sokkunum — sokkarnir toldu niðri í kuldapollunum — hún sefur í ölium fötunum af því að það á engin rúmföt. — Þessi hróp urðu eins og kliður í fuglabjargi, svo að kenslu- konan hevrði ekki orðaskil. * * Uppi í skóiastofunni stóð Álffríður. Það var raunasvipur yfir augunum og stór tár hrundu niður magrar kinnarnar. En svo rétti hún sig alt í einu upp, tók biekbyttuna og helti úr henni yfir utanhafnarföt hinna barnanna, kastaði húfum þeirra og höttum á gólfið og tróð undir fótum; hljóp því næst niður stigann. Þegar hún kom að kjallarastiganum og heyrði hávað- ann í börnunum, s^m voru að Iauga sig, rak hún Iangt út úr sér tunguna, og hélt leiðar sinnar. Ur skýrslunum um barnakenslu veturínu 1911—1912. Opinberrar kenslu hafa notið: 1. í farskólum (eða notið eftirlitsfræðslu) . . 3944 nemendur. 2. - föstum skólum utan kaupstaða......... 1795 — 3. - kaupstaðaskólunum.................... 1486 — Samtals 7225 nemendur. Af þessum nemendum voru 694 yngri en 10 ára og 79 eldri en 14 ára. Vorpróf tóku: Árspróf. Fullnaðarpróf. Samtals. 1. í farskólum 3303 1001 4304 2. - skólum utan kaupstaða . 1441 397 1838 3. - kaupstaðaskólum 1155 222 1377 5899 1620 7519-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.