Skólablaðið - 01.12.1912, Blaðsíða 13

Skólablaðið - 01.12.1912, Blaðsíða 13
SKOLABL.AÐIÐ 189 Að ýmsu leyti er skýrsiunum enn ábótavant, og einkm þó að því er snertir tekjur skóianna. Sumstaðar er talinn fæðis- kostnaður kennara, sumstaðar ekki. Sumstaðar er talinn kostnað- ur við húsnæði, sumstaðar ekki. Sumstaðar er landssjósstyrkur- inn ekki færður til reiknings. Sumstaðar er ekki unt að sjá, hvernig fræðslukostnaðurinn hafi verið greiddur, eða hver hafi greitt hann. Þar sem fæðiskostnaður kennara hefur ekki verið færður tii reiknings, er hann talinn 6 kr. um vikuna til að kom- ast nær sanni um hinn rétta kenslukostnað. Reikningar skólanna eru nú að vísu gleggri yfirlits en áður» enda ætti að vera vorkunnarlaust að gera þá full greinilega þar sem fræðslunefndum hafa verið send prentuð eyðublöð fyrir þá- En ekki verða kenslukostnaðar reikningarnir í góðu lagi, nema talinn sé með tekjum í hverjum reikningi landssjóðsstyrkurinn frá árinu á undan. Það skyldu allar frœðslurtefndir gera nœst. Nýjar bækur. SóUvarnarbók. Qefin út á landsjóðs kostnað. Stjórnarráðið hefur í samráði við landlækni sett almennar reglur utn varnir gegn útbreiðslu nœmra sjúkdóma. Það er fyrri hluti kversins. En seinni hlutinn er sótthreinsunarreglur, sem landlæknir hefur samið, og eru þar í greinilegar og harla nauð- synlegar leiðbeiningar fyrir þann sem hjúkrar sjúklingw . Þetta litla kver þarf allur allmenningur að kynna sér vel, og lifa eftr þeim reglum og leiðbeiningum, sem þar eru gefnar. Þær stórsyndir, sem oft eru drýgðar í meðferð sjúkdóma og sjúkiinga, stafa auðvitað oftast af þekkingarskorti og hugsunar- leysi. En fyrir sóttvörn og varðveislu heilsunnar er það ómetan- lega mikils virði að almenningur þekki hvað lög eru í landi og skiljí, að þessi lög og fyrirskipanir eru nauðsynleg. Það kann

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.