Skólablaðið - 01.05.1913, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 01.05.1913, Blaðsíða 1
SKOLABLAÐIÐ Sssss SJÖUNDI ÁRGANGUR 1913. Reykjavík, 1. mai. | 5. tbl. Kverkenslan. Um 10 ár eru nú síðan að eg var að ganga til spurninga, til prestsins míns. Eg man vel hvað þá var oft kalt í kirkjunni eg man vel þegar presturinn var að ganga um gólf og líta út um gluggann, fermingarbræðrum mínum man eg Iíka vel eftir, eg man hvað við sátum siðprúðir og stiltir. En nú kemur synda- játning rnín: eg man ekki eftir einu einasta orði, sem prestur- inn sagði við okkur við þessar kver-spurningar. Eg hefi leitað í hug mínum, en þar eru áreiðanlega öll orð frá þessum stund- um afmáð með öllu. Og kverinu hefi eg að inestu eða öllu gleymt; helst finst mér að eitthvað af boðorðunum og nokkrar ritningargreinar loða eftir; fljótur yrði eg nú samt að rifja alt kverið upp ef eg færi til þess, en eg býst nú ekki við að gjöra það. Auðvitað er eg minnislítill. En eg hefi spurt nokkra full- orðna menn um kverlærdóm þeirra og minni þeirra á hann og komist að því, að reynsla flestra hefur orðið lík og mín, að því er þetta snertir. Sumir hafa jafnvel sagt að kverið hafi þvingað þá, svo að þeir hafi verið lengi að ná sér aftur, og að þeir hafi tapað við það skerpu sumra sálarhæfileika sinna. Mér finst að eg geti mjög vel skilið þetta. En hver er nú tilgangurinn með þessari kverkenslu? Barnalega spurt. Eg hefi reynt að gjöra mér grein fyrir því, og hefur fundist að með kverinú ætti fyrst og fremst að kenna börnunum að þekkja guð og gera þau að góðum mönnum. En er það virklega rétta aðferðin, eða leiðin til guðs að þvinga eða skylda börnin til þess að læra heila bók í vissri orðaröð? Eg efast um það. Eða ætli þau skilji betur

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.