Skólablaðið - 01.05.1913, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 01.05.1913, Blaðsíða 8
72 SKOLABLAÐIÐ Jafnframt barnsskólanum hefur jafnan verið nokkur auka- kensla barna og er svo enn með börn yngri en 10 ára. Unglingaskóli hefur og verið haldinn á 3 síðustu árum, með um 20 nemendum; hefur Ungmennafélag Akraness gengist fyrir honum undir umsjón skólanefndar, og hefur hann verið haldinn í barnaskólahúsinu. Með fræðslulögunum breyttist eigi annað verulega við skóla- haldið, en fræðsluskylda barna. Síðan gengur alt greiðara en áður og í fastari skorðum; þau lög voru að því leyti til stór- bóta. Jafnframt þyngdu þau mjög á hreppssjóði með þeirri annari aðalbreytingu, að rekstur skólans skuli greiðast af þeim sjóði. Þó er rekstur skólans að tiltölu eigi miklu dýrari, en áður var kostað til skólans af íbúum sveitarfélagsins. Kostnað- urinn kemur öðruvísi niður. Munurinn er aðallega fólginn í kostnaðaraukanum út af byggingu nýs barnaskólahúss. Án efa hefur barnaskólastofnunin á Akranesi unnið gott gagn, þótt mis- jafnlega hafi eðlilega gengið, og verið eitt með þvf, er plássinu hefur verið til mestrar menningar og heilla. J- Sv. Tilhögun kenslu í barnaskólum. I nóvemberblaði »Skólablaðsins« f. á. skrifar Quðrún Björns- dóttir frá Kornsá meðal annars um tilhögun á kenslu í farskól- um og öðruni barnaskólum, þar sem einn kennari þarfaðkenna börnum á ýmsum aldri. A hún þakkir skilið fyrirað vekja máls á þessu, því naumast mun alstaðar vera hugsað fyllilega fyrir því, að námstíminn verði að fullum notum bæði eldri og yngri börnum. Smágalla þykist ég þó finna á tillögum Guðr. og vildi leyfa mér hér að benda á. Eg hefi í nokkUr ár fengist við farkenslu í sveit og flesta þá vetur hefir námstími hvers barns verið tveir mánuðir. Mun svo vera víðar, enda ætla ég hér aðaliega að tala svo sem náms- tími sé eigi Iengri árlega eða alls 8 mánuðir þau fjögur árin, er börnurn ber að sækja skóla. Eg hefi notað aðferð þá, seni Guðrún bendir á, að skifta

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.