Skólablaðið - 01.05.1913, Blaðsíða 14

Skólablaðið - 01.05.1913, Blaðsíða 14
7S SKOLABLAÐIÐ riks Hjaitarsonar í 3. tölubl. Sk.bl. þ. á., sé eg að ég þarf að skýra stundatöflu mína nokkru nánar í einstöku atriðurn. Taflan er miðuð við Áshrepp í Vatnsdal. Þar er ákveðið að kristindóm skuii ekki kenna í farskólanum Því slepti ég hon- um. — Aldrei hafa verið þar — síðan skólinn byrjaði — fleiri en 18 börn á sk. aldri, en oft færri. Þá barnatölu finst mér vel gerlegt að hafa í reikningi í einu, þó aldrei nema börnin séu á misjöfnu stigi; hefi reynslu mína og annara á því. Auðvitað er þetta komið undir því, að kennarinn sá röskur og hafi lag á að gefa stuttar, ljósar skýringar. — Vel veit ég að víða, einkum í kaupstöðum, er alt of lítið að hafa lestur bara 3 st. á viku. í Áshreppi mun mentunin vera í betra lagi en 'víða annarsstaðar, og þar er það undantekning, ef börn eru ekki fremur vel læs 10 ára og kunna nokkur skil á greinamerkjum. Sama er að segja með réttritunarkensiuna; hún er létt þar í samanburði við það sem hún er í sjóþorpunum. — Illa er mér við dönsku- kennsluna í barnask., en finst maður vera nærri tilneyddur að hafa það með, að minstakosti þar sem unglingask. eru ekki. — í Áshreppi er heimangöngusk., og mörg börnin hafa langan veg að fara. Þar mega því eiginlega ekki vera fleiri en 5 tímar á dag, ef börnin eiga ekki að lenda í myrkri, enda fullkomið starf fyrir kennarann, ef hann á að endast lengi og kenria vel. — Annars vil jeg taka það fram að st. t. mín átti aðeins að vera sýnishorn, sem hafa mætti hliðsjón af, en auðvitað verður hver kennari að semja töflu fyrir sig. Einum fellur þetta best, hin- um hitt, það sanra á ekki við alstaðar. Siglufirði 10. april. Guðrún Björnsdóttir frá Kprnsá. Drög til skólasögu. Sumir hafa skilið svo tilmæli »Skólablaðsins um að kunn- ugir menn, kennarar eða aðrir, semdu stutt ágrip af skólasögu héraðsins?, að um þetta þyrfti ekki að hugsa nema þar sem væru skólar o: heimangönguskólar, er stæðu að minsta kostí 6 mán- nði árs. En betta er misskilnineur. Meininsrin er auðvitaö sú.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.