Skólablaðið - 01.05.1913, Blaðsíða 5
SKOLABLAÐIÐ
69
og var þó ýms vinna eigi reiknuð. Að minsta kosti helmingur
af byggingarkostnaðinum gieiddist með gjöfum og samskotum í
peningum cg fiski, mest úr plássinu sjálfu og töluverðum gjöfum
annarsstaðar frá. Langmest gáfu þeir Snæbjörn kaupm. Þor-
valdsson, 600 kr. frá verslan sinni*) og Hallgrímur hreppstjóri
Jónsson (d. 1906), 300 kr. auk 832 ferfaðma lóðar til skólans**).
Þeir stóðu og mest fyrir byggingunni og því að koma skólan-
um upp.
Til byggingarinnar var tekið 1000 kr. lán (800 kr. úr Iands-
sjóði og 200 kr. úr ekknasjóði Borgarfjarðarsýslu); hvíldi sú skuld
á ásamt 1000 kr. láni frá Snæbirni kaupm. Þorvaldssyni í efni-
viði til skólans, er hann var kominn upp. Skuldir þessar til
landssjóðs og Snæbjarnar voru borgaðar á næstu árum og gekk
til þess aðallega styrkur úr landssjóði, er skólanum var veittur
og eigi þurfti til reksturskostnaðar, og svo enn nokkrar gjafir og
ágóði af hlutaveltum (3), fyrst eftir að skólinn var byrjaður.
Ekknasjóðsskuldin borgaðist þó eigi að fullu fyr en 1893.
Ur sveitarsjóði var ekkert lagt til byggingarínnar, enda eigi
aflagsfær um þær mundir á haliærisárum þeim er þá gengu við
Faxaflóa. Víða u;n land var þá skotið saman og gefið hingað.
Það voru hinar svo nefndu hallærisgjafir, í korni, kindum og
peningum
Nokkru af því gjafafé, eða 660 kr., hugsaði h.reppsnefndin
sér að verja í þarfir barnaskólabyggingarinnar þannig, að mönn-
um væri gefinn kostur á að færa hleðslugrjót til skólans gegn
endurgreiðslu af þvf fé (»nærfelt 1 kr. fyrir klukkustundarvinnu«)
En þá var hugsunarhátiurinn eigi kominn enn hærra en svo,
að flesf,v skoruðust undan að vinna, sögðu féð gefið, og því
ætti það að meðtakast án nokkurra skilyrða. Varð þetta um-
ræðuefni inikið í plássinu sjálfu og blaðamál, og fáir voru þeir
er unnu (sbr Þjóðólf, 6. febr. 1878). Af gjafafénu mun þó
þannig hafa gengið til byggingarinnar 413 kr. 86 au. Eftir-
*) Mun hafa lagt drjúgan skerf fram, umfram þeása upphæð.
Ritstj.
**) Lóðin, sem er þríhyrningur og umgirt, er þó nú eigi nema 1986
m2 innan girðingar. Mikið af henni hefur verið tekið undir vegi á tvær
hliðar og allbreitl ræsi á eina hlið. Líka var seld af henni dálítil
spilda, er vegur hafði gert fráskila við aðallóðina.