Skólablaðið - 01.05.1913, Blaðsíða 13

Skólablaðið - 01.05.1913, Blaðsíða 13
SKOLABLAÐIÐ 77 Kristilegt uppeldi barna. iii. Besta guðrækniskenslan. En því má enginn gleyma, að rétt breytni við börnin dreg- ur þau drotni nær en nokkuð annað. Elskan, réttlœtið, sannleikurinn og trygðin við börnin er besta trúfrœðin fyrir þau. Sönn menning og dáð er það líka. Elskið börnin! og vottið þeim elsku þá í orðum og verk- um. Elskan kennir þeim betur en nokkuð annað að trúa á guð, sem er kærleikurinn. Verið réttlát við börnin í einu sem öðru. Réttlætið kennir þeim öllu betur að til er réttlátur guð. Segið börnu’uirn alt af sannleikann og haldið öll heiti ykkar við þau. Með þessu kennið þið þeim best að treysta sannleika guðs og trúfesti og að trúa því að hann sé heilagur. Talið og breytið eins viturlega og þið getið. Mannvitið bendir börnunum á að tii er alvitur guð. Látið líka börnin sjá, að þið vinnið með dáð og þolið nieð hreysti, og séuð sjálfstæð í anda, orði og verki, séuð máttug og dugandi í stöðu ykkar. Máttur mannsins bendir þá börnunum á, að máttugur er sá sem máttinn gaf. Verið líka miskunsöm við börnin, ef þau hrasa, þá eiga þau hægra með að trúa á miskunsaman guð. Börnin sjá fyrstu mynd alheimsstjórnarans í foreldrunum. já, þau ætla Guð eftir þeim. Og þessi ímynd og ætlun hefur lengi vald yfir börnunum.« Skýring, Gott er það, að sem flestir lati i Ijós álit sitt um hvernig haga beri kenslu við barnaskóla, þar sein aðeins er einn kenn- ari. Enda var tilgangurinn — þegar ég sendi Sk.bl. erindi mitt í sumar — einmitt sá, að vekja máls á því. Á grein hr. Frið-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.