Skólablaðið - 01.05.1913, Blaðsíða 10

Skólablaðið - 01.05.1913, Blaðsíða 10
74 SKÖL.ABLAÐIÐ aða átt, enda verður eigi hjá því komist að hafa bðrnin á svo svipuðu reki saman í deild, Þessi tvö fyrri ár finst mér óhugs- andi að binda sig nákvæmlega við vissa tímaröð. Eg sé ekki annað, eigi sögunámið að verða börnum ljúft og skemtilegt, en að velja verði það fyrst framar.af, er mest áhrif hefir á tilfinn- ingar þeirra. En fult yfirlit yfir viðburði síðari alda fá börnin ekki fyr en tvo síðari veturna. Þá verður að haga kennslunni öðruvísi, reyna að koma börnunum til að skilja betur menn og viðburði og setja í gieggri tímaröð en tekst tvo fyrri veturna. Þetta sé ég ekki að verði gert á annan hátt en þann, að hafa eldri börnin í sérstökum tímum í Islendingasögu. Þá kem ég að því atriðinu, er okkur greinir ef til vill mest á um. en það er dönskukensla í barnaskólum. í farskólum með 2—3 inánaða námstíina árlega, sé ég ekki að tími sé til dönsku- náms. Auk þess er mér illa við dönskukenslu á unga aldri Quðrún færir þau rök fyrir máli sínu, að dönskunám þurfi til undirbúnings öðrum skólum, af því að þar séu nolaðar ýmsar kenslubækur á dönsku. Satt er það, þó ílt sé til að vita. En ég er að vona, að það lagist smátt og srnátt; er að vona að ís- lensku kenslubókunum fjölgi. Aðgætandi er líka, að það eru ekki svipað því öll börn, sem síðar sækja þessa skóla, síst þeg- ar eftir fermingu. Þeim er því innanhandar að fá sér dönsku- kenslu annarstaðar áður en þau fara í hina skólana, því á hverj- um einasta bæ, svo að segja, er einhver sem kann dönsku, þó auðvitað sé ekki vissa fyrir, að þeir séu allir færir ti! að kenna hana. En illa er mér við dönskukensluna í barnaskólum fyrir það, að mér finst flest börn innan 14 ára aldurs svo »laus á kostunum® í íslensku máli, að áhrif muni það hafa ósjáifrátt á ritniál þeirra og talshátt, ef þau fara snemma að nema danska tungu. Ýnrsir telja mikla örðugleika á því að kenna börnum staf- setningn sæmilega rétta, og nnm það satt vera. Þó virðast mér meiri örðugleikar á því að útrýma úr ritmáli þeirra dönskukend- um orðskrípum eða dönskulegri orðskipun, er þau hafa lært um leið og þau byrjuðu að tala, eftir talsháttum fullorðna fólksins. Hygg ég að örðugleikarnir á þessu mundu þó talsvert aukast, ef almeut væri farið að taka tvo tíma vikulega í tvo vetur af

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.