Skólablaðið - 01.05.1913, Blaðsíða 9
SKOLABLAÐID
73
í tvær deildir og hafa þær þó saman í nokkrum námsgreinum.
Sú hefir orðið niðurstaðan að erfitt veitir að koma börnum hæfi-
lega áfram í sumum námsgreinum vegna tímaskorts.
Guðr. gerir ráð fyrir að þessar námsgreinar sé kendar í
skólum: landafræði, mannkynssaga, náttúrufræði, íslendingasaga,
skrift, íslenska, danska, bókmentir, söngur, teiknun. Mér varð
fyrst fyrir að minnast þess, að hún hleypur yfir eina námsgrein,
sem margar fræðslusamþyktir hreppa munu þó ákveða að kend
sé í skólum, þó ef til vill væri eigi æskilegt, að hún væri kend
af öðrum en kennurum barnaskólanna, en það er kristindómur-
inn. í fræðslusamþykt þess hrepps, er ég þekki best til munu
vera ætlaðir 2—-3 tímar vikulega til kristindómskenslu. Einhverju
þyrfti að breyta í sýnishorninu af stundaskránni, er Guðr. getur,
ef þdm þyrfti við að bæta.
Gaman hefði ég af að sjá meðalgreindum börnum — svo
ég taki nú ekki lakara til — komið sómasamlega yfir það í reikn-
ingi, er börn þurfa að kunna til fullnaðarprófs samkvæmt fræðslu-
lögunum, með því að hafa aðeins 4 reikningstíma vikulega í 8
mánuði alls. Mér hefir gengið það fullilla með því að hafa þá
6 á viku.
Eftir töflu Guðrúnar eru tveir tímar í viku ætlaðir íslend-
ingasögu; eiga báðar deildir að vera saman í öðrum, en skrift
hjá eldri deild á meðan sú yngri er í hinum. Mér skilst að til
eiginlegs náms í íslendingasögu séu aðeins tveir fyrri veturnir
ætlaðir. Þessi sameiginlegi tími fyrir báðar deildir eigi raunar
að vera nokkurskcnar upplestrartími fyrir eldri deild. Eg get
ekki fallist á þessa tilhögun að því leyti, að mér finst hér of
naumur tími ætlaður til námsins. Veitir naumast af, að 2 tím-
ar í viku séu ætlaðir íslendingasögu sem námstímar þessa 4
vetur, sem börn ganga í skóla. Fvrstu tvo veturna eru fæst
börn svo þroskuð, að þeim verði að verulegu gagni lestur fs-
Iendingasögu, síðari hlutinn einkum. Stat'ar það ef til vill af
skorti á verulega góðri kenslubók. Affarasælast hefir mér virst,
að nota alls ekki bók við sögunám fyrsta veturinn, segja aðeins
frá þeim viðburðum, sem mest eru við barnanna hæfi. Verður
það þá einkum fyrsti hlutinn og svo frásagnír um einstaka menn
og viðburði, þegar lengra líður. Á næsta ári fer kenslan í svip-