Skólablaðið - 01.05.1913, Blaðsíða 11

Skólablaðið - 01.05.1913, Blaðsíða 11
SKOLABLAÐIÐ 75 þessurn stutta námstíma barnanna og verja þeim til dönskunáms. Er þá áreiðanlegt að á ýmsu þarf að hlaupa, sem nauðsyn ber til að hvert barnið vissi, þó dönskunni sé slept úr barnaskólum. Þetta set ég þá einkum út á tilhögun Guðrúnar. 1. Að kristindómi er alveg slept, sem þó rná ekki, ef fræðslu- samþykt ákveður annað. 2. Of lítill tími ætlaður til reikningskenslu og íslendinga- sögu. 3. Dönskukenslu óvíða hægt að koma við sakir tímaskorts, einkum í sveitum, þar sem námstími er árlega aðeins 2—3 mán- uðir, enda efamál að rétt sé að kenna dönsku, þó tínri sé lengri. Þessi atriði, einkum tvö þau síðustu, eru frá mínu sjónar- miði svo mikilsverð, að vert er að um þá sé hugsað, áður en nið- ur er skipað tímanum samkvæmt töflu Guðrúnar. En það vona jeg að allir kennarar taki upp framvegis, er þurfa að kenna sam- an börnum á ýmsum aldri, hafi þeir eigi gert það áður. Svafa Pórleifsdóttir frá Skinnastað. Hvað er að? IV. Lestrarkenslan í heimaliúsum. Farskólarnir standa víða ekki nema nokkrar vikur, 8—12, í 4 ár, svo ekki er von að uppskeran verði mikil, þó að öðru leyti væri vel í garðinn búið. Heimilin eiga að búa börnin undir farskólana; en þau vanrækja það alt of oft, — einkunr að því er snertir lestrarkensluna. Fræðslulögin segja, að hvert 10 ára barn eigi að vera orð- ið »nokkurnveginn læst og skrifandi®. Þá á farskólinn (og heiman- gönguskólinn) að taka við þeim. Skólanefndum og fræðslunefnd- um er gefið vald til að láta kenna þetta á kostnað foreldra og aðstandenda barna, ef sýnd er vanræksla eða hiröuleysi. í reglugjörðum er þessi kunnátta gerð að skilyrð'i fyrir inntöku í heimangönguskóla og farskóla. Ekki vantar lagaheimildirnar til að heinrta að heimilin kenni lestur. En þó kvarta kennar- arnir sáran yfir því, að börnin séu send ólæs frá heimilunum, eöa þá svo illa læs, að þeim verði þar ekkert úr nám'-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.