Skólablaðið - 01.11.1913, Qupperneq 8

Skólablaðið - 01.11.1913, Qupperneq 8
168 SKÖLABLAÐIÐ Engum dettur í hug að segja, að þetta eigi sér almentstað hér um meðferð á skólabörnum; en enginn getur heldur neitað að þessu líkt komi fyrir. Að því er föstu skólana snertir hefur á seinustu árum orðið mikil breyting á húsakynnum til batnaðar. Nú ekki nema einir 3 barnaskólar, sem ekki má segja að búi við sæmileg kensluhús og nokkrir farskólar eru nú reknir í nýjum og góðum húsum. En víðasthvar er það enn viðkvæðið að húsaleysið standi kensl- unni í farskólunum mest af öllu fyrir þrifum. Og það er ekki furða. Þar sem ekki eru til sérstök hús til kensluafnota, verða húsakynnin alt af óhentug, oft til tjóns fyrir kensluna og geta jafnvel verið skaðleg fyrir heilsu barnanna. Það hlýtur að reka að því, að heimtað verði að hvert ein- asta skólahérað á landinu eigi sér skólahús. Fyr verður heilsu barnanna ekki borgið. En jafnvel þó að skólahús væru sæmileg í hverri sveil, er engin trygging fengin fyrir því að börn bíði ekki heilsutjón af skólavistinni. Það er alt að einu brýn þörf á eftirliti með skólahaldinu vegna heilsu nemendanna. Læknir- inn getur vel átt þangað erindi samt sem áður. Blóðleysi, taugaveiklun og ýmsir barnakvillar eru nú svo algeng manna- mein, að engin vanþörf er á að læknir dæmi um það, hvort börn séu fær um skólavist, þó að húsakynni séu í nokkurn- veginn lagi. En margfalt brýnni verður eftirlitsþörfin fyrir það að húsnæðið er ófullkomið. Vitanlega eiga fræðslunefndirnar að sjá um að kenslan fari fram í húsakynnum, sem eru svo góð, að heilsu barnanna sé ekki hætta búin af þeim. En fyrst og fremst er varla heimtandi af öllum fræðslunefndum að þær hafi vit á að dæma um slíkt, og f annar, stað kunna þær að hafa freistingu til að hlífa hreppn- um við útgjöldum í lengstu lög, og leiðast því til að nota kenslustofur, sem þær eru þó ekki ánægðar með. Læknirinn ætti að hafa vit og þekkingu til að dæma um húsnæðið, og hanu hefur minni freistingu til að hlífast við nokkrum gjöidum á hreppsbúa upp á kostnað heilsu barnanna. Því væri æskilegt að hans álits væri leiíað um húsnæði, sem nota skal til- kenslu. Nú er ekki til í fræðsiuhéraðinu neitt það hús, sem hanr»

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.