Skólablaðið - 01.11.1913, Side 6

Skólablaðið - 01.11.1913, Side 6
166 SKÖLABLAÐIÐ með vafasöm mál, að veita þeini sem vildu nokkra aukakenslu í dönsku. Væri henni, og þeim sem Dönum unna, þá gert sæmi- lega hátt undir höfði. Til ensku yrði aftur á móti að verja einum tíma á dag gegnum alla bekki, nota enskar kenslubækur dálítið, hafa bóka- safn með enskum fræðibókum og skáldskap, og seinast en ekki síst, kenna á ensku ekki minna eri einar tvær námsgreinar t. d. landafræði og mannkynssögu. Á sama hátt yrði að kenna á dönsku í fyrsta bekk, einhverja námsgrein, meðan danska er kend, til að nemendur geti sem fyrst skilið bókmálið, og að kensla í því máli endi í þeim bekk. Eg veit vel að ótal mótbárur verða færðar fram gegn því að kenna á útlendu máli. Það á að spilla íslenskunni, vera þjóð- níðingslegt, vera erfitt o. s. frv. En þeir sem svo mæla gleyma því að fjöldi þeirra bóka, sem nú eru notaðar í skólum hér eru á útlendu máli, dönsku. Og engmn ýkjamunur er á því, þó talað væri í sumum kenslutímum á útlendu máll um það efni sem annars hefur verið lesið um í útlendri bók. í öðru lagi hefur allur þorri embættismanna og vísindamanna okkar Iært sérnám sitt algerlega á útlendu máli, og flestir verið íslendingar fyrir því. í þriðja lagi er þessi aðferð notuð af þjóðum, sem standa fastara á mætti og megni en víð. Þjdðverjar unna hvorki Englendingum né Frökkum hugástum, en telja þó sér sambcðið í mörgum hinum bestu skólum að læra móðurmál þessara óvina- þjóða, með því að nema á þeim. En þó að einhverjir agnúar kunni að vera á slíkri aðferð, þá eru þeir lítilsvirði í sambandi við þann gífurlega ávinning, að geta lesið algengt enskt bókmáF En það er algerlega ómögulegt í alþýðuskólum okkar með nokkru öðru móti. Þegar hinir ungu kennarar hafa þannig lært ensku allvel munu ætíð nokkrir af þeim áhugamestu leita sér frekari fræðslu á Englandi, eins og jafnvel bólar nú á, þrátt fyrir ofurveldí dönskunnar. Síðan mundu þeir fara alveg eins að í barna- og unglingaskólum þar sem þeir kendu og áður mjög langt liði yrði hinn bóklesandi hluti þjóðarinnar fær til að nota enskar bókmentir. Vitaskuld er ekki nú þegar hægt að sanna, að þótt kent væri að nokkru leyti í barna og unglingaskólum á ensku,

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.