Skólablaðið - 01.11.1913, Side 4

Skólablaðið - 01.11.1913, Side 4
164 SKOLABLAÐIÐ Danska og enska. ii. Eg hefi nú fært nokkrar Iíkur og sannanir fyrir því að okkur væri stórum heppilegra að hafa ensku fyrir sambandsmál við umheiminn heldur en dönsku eins og nú er. En mér mun af sumnm verða svarað, að við þurfum engu að bréyta, enska sé nú kend í næstum öllum skólum landsins, hinnm föstu, og þar að auki nemi margir það mál utan skóla. Þetta er þó ekki nema hálfsatt. Reyndar byrja margir menn á enskunámi hér á landi. En ástæða er til að halda, að það nám sé víða nokkuð gallað, og þurfi gagngerðra endurbóta við. Þetta mun skiljast betur, þegar athugað er hverjar kröfur er sanngjarnt að gera til hliðmáls. Pað þarf ekki að vera manni jafntamt og móðurmálið. Og fyrir flesta menn er nóg að skilja bókmálið, geta bæði lesið skáldskap og fræðibækur ineð sæmi- legum framburði. Þar á móti hafa fáir nema verslunarmenn, rit* höfundar og stjórnmálamenn þörf fyrir að rita og tala útlend mái. Af þessu er auðsætt, að dæma verður um ástand ensknnáms- ins eftir því, hve mikið er lesið af enskum bókum í landinu. Um það má dæma, með því að skygnast í bókabúðirnar, í bóka- söfn einstakra manna, sem ensku hafa lært að einhverju leyti, og með því að kynnast námsmönnum úr skólunum og vita hvað þeir kunna mikið. Bóksalar hér hafa engar bækur á boðstólum, nema það sem þeir panta fyrir einstaka menn. í bókasöfnum manna úr alþýðu- skólunum er ákaflega sjaldgæft að sjá ensk rit, en þó kemur það fyrir. Og að síðustu viðurkenna flestir sem ekki hafa notið meira en 2—3 vetra kenslu, að þeir þurfi að leita að svo mörgum orðum að þeir gefist upp og ieggi árar í bát með málið. Fyr- irhöfn þeirra er því líkt farið og áreynslu þess manns, sem gera viidi skýli yfir höfuð sitt, en bygði aldrei meira en grunninn. Sennilega er ekki fjærri sanni, að 90% af Þ^im mönnum sem byrja enskunám hér á landi um þessar mundir komist aldrei svo langt að þeir lesi enskar bækur sér til gagns. En það er sama og að segja að mest alt núverandi enskunám sé einbert kák. Út frá þessum skoðunarhætti, verður að líta á þá ráðstöfun

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.