Skólablaðið - 01.11.1913, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.11.1913, Blaðsíða 12
172 SKOLABLAÐIÐ 3. Nú þarf eitthvert ár ekki að eyða helmingi vaxta eða þrem fjórðu, og legst þá það sem óeytt er við höfuðstól. 4. Verði sjóðurinn einhverntíma þess megnugur, skal reka fyrir fé hans sjálfstæðan unglingaskóla á Álftanesi þar sem kendar verða þær námsgreinir og það uppeldi veitt unglingum sem á þeim tíma þykir best við eiga. 5. Sjóðurinn og sú stofnun sem fyrir hans fé kann að verða reist, skal standa undir yfirstjórn landsstjórnarinnar, en 3 manna nefnd skal hafa aðalstjórnina á hendi, og sé í stjórnar- nefndinni: 1. presturinn á Álftanesi, 2. umsjónarmaður barna- kenslu þar og 3. einn maður sem landsstjórnin tilnefnir. * * * Stofnandi hefur beðið Stjórnarráðið að útvega sér konung- iega staðfestingu á þessu gjafabréfi, en Stjórnarráðið ekki séð ástæðu til að verða við þeirri beiðni að svo stöddu. Það á vit- anlega langt í land að um fyrirhafnarsama stjórn á sjóðnum verði að ræða, eða eftirlit með þeirri stofnun, sem á sínum tíma kann að verða reist fyrir hann. Féð er vel geymt í Söfnunar- sjóði, og ekki hætt við að nein landsstjórn neiti að hafa þau afskifti af gjafafénu, sem gjafabréfið ætlast til, þegar þar að kemur. Svo að það er að því leyti þýðingarlaust að konungleg staðfesting hefur ekki fengist að þessu sinni. Hinsvegar erfitt að giska á, hverjar ástæður geti verið fyrir því að synja um aö útvega hana nú þegar. Kenslueftirlit. Kennarar hér á landi vinna eftirlitslaust; það er hverju orði sannara. Einhverjar raddir heyrðust um það á nýaf- stöðnu alþingi, að umsjónarmaður fræðslumálanna ætti frem- ur að ferðast um landið á vetrum, meðan á kenslu stendur, en á sumrum, þegar ekkert skólahald er. Víst væri kenslu- eftirlit æskilegt, og víða um lönd er talsvert fé og vinna lögð í það. Prestar og prófastar hafa víða haft hana á hendi.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.