Skólablaðið - 01.11.1913, Qupperneq 5

Skólablaðið - 01.11.1913, Qupperneq 5
SKOLABLAÐIÐ 165 mentamálasljórnarinnar, að ekki skyldi kenna ensku í Kennara- skólanum, og þá vitanlega heldur ekki í barnaskólum út um Iand. Þó að eg sé mótfallinn stefnu þessara manna, að því leyti sem þeir íáta sér nægja danska mentunarstrauma fyrir þetta land^ þá verð eg þó að játa, að þeim var nokkur vorkun, þótt þeir ekki vildu bæta einni kák-kenslunni við það sem fyrir var. En frá sjónarmiði þeirra, sem óska og vona að Iíf alþýð- unnar í Iandinu taki skjótum og gagngerðum breytingum til bóta, verður algerð lífsnauðsyn að gera þorra manna í landinu unt að eiga aðgang að gæðum heimsmálanna, og þá helst ensk- unnar sem voldugust er. Þeir spyrja því ekki hvað lækningin kostar, ekki fremur en sjúklingar gera samninga fyrir fram við læknana um hvað kosta muni að gera þá heilbrigða aftur. Enskukunnátta nú á dögum er, eins og París, verð einnar messu. En nú vill svo vel til, að ekki þarf að sökkva landinu ineð nýjum fjárframlögum til að gera þorra hinnar uppvaxandi kynslóðar ensku lesandi. Til þess þarf ekki meiri tíma og fé en nú er er eytt í dönskunámið og euskukákið. Það þarf ekki meira með, en að fara dálítið skynsamlegar að en við gerum nú. Allir vita að meðalskynsamir menn læra ensku sér til sæmi- legs gagns á missiri, er þeir dvelja eingöngu meðal enskumæl- andi manna, þótt gáfumenn komist ekki jafnlangt á 3—4 árum í skólum okkar, Ástæðan er vitanlega sú, að málið kemur svo að segja fyrirhafnarlaust yfir þann sem heyrir það alt af, og er um- kringdur af því í nokkra mánuði. Athugulir kennarar, sem veitt hafa þessari staðreynd eftirtekt byggja á því mikilvægar umbætur í námi lifandi mála. Þeir gera skólaveruna, að því sem hægt er, h'ka dvöl í öðru landi, þeir tala hið útlenda mál í tímunum, og kenna á því einhverjar fræðigreinar, hafa kenslubækur á því. í stutíu máli: Iáta það umlykja og koma inn í meðvitund nem- andans að mestu fyrirhafnarlaust eins og móðurmálið. Hið sanra ættum við og yrðum að gera, ef hugsað væri til að gera ensku að sambandsmáli þjóðarinnar við umheiminn. . Ef fylgt væri mínum ráðum, yrði að breyta innan skamms reglugerð Kennaraskólans, og gera ensku þar að höfuðmáli útlendu, en danskan mjög takmörkuð og síðar feld í burtu sem skyldu- námsgrein. En rétt væri síðan, eins og gert er í sumum skólum

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.