Skólablaðið - 01.11.1913, Blaðsíða 1

Skólablaðið - 01.11.1913, Blaðsíða 1
SKÓLABLAÐXÐ SJÖUNDI ÁRGANGUR 1913. Reykjavík, I. nóv. 11. tbl. Tímamót. Undarlega þögulir eru prestar og kennarar um það sem nú er að gerast á sviði trúbragða eða kristindómsfræðslunnar hér á landi; ekki er svo lítið sem milli ber gömlu guðfræðinni og hinni nýju. Þögnin getur ekki orðið löng; og líklegast er þá að prestarnir rjúfi hana fyrstir manna. En nú standa kristinfræði á flestum lesskrám barnaskóla og farskóla, og víða varið miklum tíma til þeirrar kenslu, bæði í biflíusögum og spurningakveri, svo að kennararnir geta ekki verið afskiftalausir um hina nýju stefnu. Þeir verða annaðhvort að hafna henni eða aðhyllast hana. Þá er ekki við öðru að búast en að heimilin láti eitthvað til sín héyra. Foreldrum getur ekki staðið á sama, hvort börn- um þeirra eru kendir lærdómar, sem að þeirra áliti eru villulær- dómar, eða hvort þeim er vísuð rélt Ieið í trúarefnum. Óhugsanlegt er að prestar, kennarar og foreldrar verði hér að öllu leyti samdóma; en þá er árekslurinn óhjákvæmilegur, og það innan skanims. Það er líklegt að meiri hluti eldri klerka haldi fast við eldri stefnuna, þá sem þeir hafa alist upp við í prestaskólanum. En vera má og að sumir þeirra séu nýguðfræðingar, og hafni nú ýmsum þeim kenningum, sem farið var með í prestaskólanutn á námsárum þeirra. En allar líkur eru til að þeir, sem nú ganga í háskálann, aðhyllist þá stefnu, sem þar er nú ráðandi og ríkj- andi, þó að það þurfi ekki að vera undantekningarlaust. Sama er að segja um kennarana. Ef til vill fylgja margir þeirra eldri stefnunni; þeir sem eldri eru. en eflaust hneieiast

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.