Skólablaðið - 01.11.1913, Blaðsíða 15

Skólablaðið - 01.11.1913, Blaðsíða 15
SKOLABLAÐID 175 Fyrirmyndar skólahús send með pakkapóstl Kenslumálastjórnin í Bandaríkjunum hefur fundið upp á því snjallræði að Iáta búa til fyrirmyndar skólahús úr pappa, sem svo eru gerð, að leggja má saman til að gera auðvelt að senda þau með pósti um víða veröld. Þessi fyrirmyndar hús sendir hún svo til skólastjórnanna og kennaraskólanna til þess að vekja áhuga þeirra á því að útvega sér góð og hentug skóla- hús og glæða smekk þeirra fyrir fagurri húsagerð handa skól- unum, einkum til sveita, þar sem húsin mega ekki vera of dýr, og því ekki hægt að njóta aðstoðar húsameistara, sem kunna þar vel að selja sína vöru. Hver sveit fær að halda fyrirmynd- inni ákveðinn tíma. Húsin eru af ýmsum stærðum, fyrir 1, 2, 3 og 4 kenslu- stofur, og fyrst og fremst kostað kapps um að gera þau svo úr garði, að þau verði sem ódýrust, en fullnægi þó í öllu tilliti nútíðarkröfum um skólahús, einkum að því er snertir heilnæmi og yfirleitt öll þægindi. Þau sýna alt skólanum tilheyrandi, utan húss og innan, og alt gert í nákvæmum hlutföllum svo að hver óbreyttur smiður getur bygt eftir þeim skólahús, sem að öllu leyti svara til þess sem heimtað verður af nútima akólahúsum. Skólarnir í Eeykjavík tóku allir til starfa síðastl. mánuði. í káskólanum eru 14 í guðfræðisdeild, 16 lögfræðingar, 26 Iæknisfræðingar og 2 í heimspekisdeild, alls 58. - mentaskólanum eru í gagnfræðadeild 82 og í lærdómsdeild 58, eða alls 140. Þar af um 20 stúlkur. Tveimur bekkj- um hefur orðið að tvískifta í gagnfræðadeild. - Stýrimannaskólanum eru 67 nemendur í 4 deiidum (9 í maskínudeild). - Kvennaskðlanum 99 í 4 deildum; þaraf 12 í hússtjórnardeild. Von var á 104, ín 5 kotnu ekki.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.