Skólablaðið - 01.11.1913, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 01.11.1913, Blaðsíða 2
162 SKÖLABLAÐIÐ fiestir þeir, sem þessi árin ganga í kennaraskólann, að ný-guð- fræðinni. Mentastofnanirnar ráða eðlilega stefnunni, og heimilin drag- ast þá bráðum með. En þetta verður ekki alt í einu. Við lifum nú á alvarleg- um tímamótum, sem vert er að gefa gaum. Útbreiddasta blað landsins hefur flutt hinar nýju kenningar til heimilanna, og má þá búast við að trúmálin verði fremur umræðuefni manna á meðal, en áðtir hefur tíðkast. Ekki ætti það að skaða, þvert á móti. Steinþögn um áhugamál er óeðlileg. Verði trúmálin áhuga- mál, verða þau líka umræðuefni; hljóta því fremur að verða það, er um breytingu er að ræða á skoðunum lærðra manna um sálu- hjálparefnin. Hér bólar á fleiri nýmælum, nýrri aðferð við kennslu krist- infræða. Gamla lagið þar var að láta læra spurningakverið ut- anbókar, og biflíusögur utanbókar. Alt utanbókar; börnin ann- ars ekki talin fermandi. Nokkrir prestar heimta það nú ekki lengur; en margir heimta það enn. Að minsta kosti að því er »kverið« snertir. Helga kver utanbókar! Nýmælið er það, að hætta ekki einungis að kenna spurn- ingakverið utanbókar, heldur að hœtta að kenna »kvcr-/. Enginn skyldi kippa sér upp við það, að slík nýbreytni verði af ýms- um skoðuð svo sem greinileg tilraun til þess að útrýma krist- inni trú úr þessu landi. En þeim hinum sömu verður þá mætt með því, að kverkenslan hafi einmitt þegar gert það — kver- kenslan eins og hún hefur farið fram í þululærdómi og skiln- ingsleysi. Enginn mun samt sem áður þora að halda því fram í al- vöru, að kristin fræði verði ekki lærð öðruvísi en með utanað lærdómi. Allir vita, að saga, landafræði, náttúrufræði, reikningur — öll önnur fræði verða lærð, og eru lærð án þululærdóms. Hvað er það þá í kristnum fræðum, sem gerir nauðsynlegt að læra þau með þessu ógeðslega lagi? Vitanlega ekkert. Látum það gott heita; en er þó ekki nauðsynlegt að hafa einhverja kenslubók í kristinfræðum eins og í öðrum fræðum? og er kverið ekki hentugt til þess, — segjum Helgakver? Margt má sjálfsagt um það segja, hversu hentugt það er

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.