Skólablaðið - 01.11.1913, Blaðsíða 9

Skólablaðið - 01.11.1913, Blaðsíða 9
SKOLABLAÐIÐ 169 telur notandi. Þá er ekki nema um tvent að gera, að fella niður kensluna, eða byggja hús. Það sem hér er um rætt, hefur áður verið gert að um- talsefni hér í blaðinu. Krafan um læknisskoðun skólabarna má ekki niður falla. Vér teljum hana lífsnauðsynlega og líka fram- kvæmanlega. En hvað segir landlœknirinn? Ráð hans og tillögur um þetta munu verða mikils metnar og teknar til greina svo sem auðið er. Handavinna í skólum. Alstaðar er sú stefna að verða ofan á að skólarnir kenni bæði »til munns og handa«. Þeir þykja ekki uppala nýu kynslóðina »fyrir lífið« að öðrum kosta. Ameríka hefur ekkert verið þar á undan, að mér skilst, fram að síðustu áratugnm. En nú er svo að sjá sem sum ríkin þar séu farin að fylgjast vel með, og sum jafnvel að stika fram úr gamla heiminum í því efni eins og ýmsu öðru. Nýlega voru spurningar sendar öllum skólakennurum til svara í Washington: 1. »Ef þú kennir eitthvað til handanna í skóla þínum, f hvaða bekkjum kennirðu þá vinnu, og hvað kennirðu? 2. Telurðu þessa kennslu gagnlega nemendum, og ef svo er, af hvaða ástæðum?« Allir svara, og á svörunum en margt að græða. Yfirborð skólanna kennir eitthvað til handanna, sumir í öllum bekkjum (deildum), sumir í þremur, fjórum eða fimm. Öllum ber saman um, að þessi kensla sé lífsnauðsynleg öllum unglingum í stærri skólum, en skiftar skoðanir um hana í smærri skólum; ekki auðséð hví hún er þar ekki jafn nauðsyn- leg. Námsgreinafjölda barið við o. s. frv. Margt er það sem kent er: pappvinna, trévinna, vefnaður, málmsmíðar, allskonar kvennahannyrðir o. s. frv. Yngri börnin mest látin móta í leir.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.