Skólablaðið - 01.08.1915, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 01.08.1915, Blaðsíða 2
SKÓLABLÁÐIÖ ii4 Hvað er nú orðið af allri þessari heimilisvinnu, þessum ís- lenska heimilisiðnaSi ? Hann má heita horfinn með öllu. Og hvað er komið í staðinn? Iðjuleysi, segja sumir. Ekki satt, segja aðrir; fólksfæðinni er um að kenna, að minsta kosti til sveita. Deilum ekki um það, hverju má um kenna, en hugsum um, hve alvarlegt það er, að svo sem enginn heimilisiðnaður skuli vera til í landinu, — svo að segja ekkert annað en litils- háttar ullarvinna. Fjöldi bænda kaupir nú öll amboð í kaupstað; þaðan reiða þeir nú hrífusköftin sín og hrífuhausana, og smíðaða hrífu- tindana, orfin og ljáina. Þeir hafa efni á að kaupa vinnu á öllu þessu af öðrum ; en alt mátti vinna það heima, nema ljáblöðin ein. En heima eru engin smíðahús, engin smíðatól og engar höndur, sem kunna að halda á einföldustu smiðatólum. Nú er smiðja á fáum bæjum, — rétt heilir hreppar smiðju- lausir. Öll hestajárn flutt úr kaupstaðnum, og ekki nóg með það: ekki nema á einstöku bæ áhöld til að járna hest, né maður til, sem hefir borið það við. Ekki einu sinni nokkur vegur að setja saman tunnugjörð, ef á þarf að halda. Ekkert verkfæri til, ekki sög né hamar, né neitt, annað, er að smíðum lýtur. Svona heimili eru mörg til. Jafnvel þar sem smíðar eru eitthvað hafðar um hönd, og smíðatól eru einhver til og smíðahús eða smiðjur, þá ber alt þetta hörmulegan vott um á hve lágu stigi smíðarnar standa. Smiðjukofinn með götóttu þaki, belgurinn rifinn, aflinn, steðj- inn, hamrarnir og töngin — alt ber þetta svo víða vott um, að þarna eigi ekki s m i ð u r heima. Eða bjóðið smið að saga með söginni eða hefla með heflinum, — ef þau áhöld eru til. Hvílík smíðatól! Ánægjulegt er að minnast þess, að margt sveitarheimilið ber þess ljósar menjar, að heimasæturnar kunna nokkuð fyrir sér í höndunum. Það, eins og svo margt sem að heimilisprýði lýtur, hreinlæti, smekk og þrifnaði, eiga heimilin auðvitað kvennaskólunum að þakka. Án þeirra væri nú handavinna kvenna að líkindum í sama kaldakoli og heimilisiðnaður karla. Þeir sem hafa gaman af að lasta vinnu kvennaskólanna, og gera litið úr gagnsemi þeirra, kalla þá handavinnu, sem þar er kend, fitl og óþarfa. Aðrir kynnu að meta þetta „fitl“ til

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.