Skólablaðið - 01.08.1915, Page 3

Skólablaðið - 01.08.1915, Page 3
SKÓLABLAÐlÐ ns handanna meira virði en allan bókalærdóminn, sem kvenna- skólarnir veita. Thorvaldsens-bazarinn er nokkurn veginn talandi vottur um þa8, aS nokkuö sé hér þó unnið í höndunum; en það er nær því eingöngu kvenfólksvinna, sem þar er á boð- stólum, eða yfirborðið af því; og er þó ekki mikið um að vera, þá er þess er gætt, að þetta er eina verslunin á landinu svo að segja, sem tekur til sölu íslenska handavinnu. Til sveita er tímaleysi um kent, að handavinnan er ekki meiri en hún er. í kauptúnum og sjóþorpum getur sú ekki verið orsökin, því að allir vita, að þar ganga ungir og gamlir iðjulausir í hópum tímunum saman. Orsökin þar er sú, a ð fólkið venst á iðjuleysi frá barnæsku; ungling- arnir kunna ekkert til handanna. Skólarnir kenna nær ein- göngu bókfræði. Þegar þeim sleppir, barnaskólunum, tekur víðast hvar ekkert við, ekkert annað en slór og slæpingsháttur úti eða inni. Þetta er nú orðið svo gamalt mein, að það er eins og menn sjái það ekki. En þetta mein er banvænt, nema að sé gert. Lækning þess verður að vera sú, að k e n n a b ö r n u n u m o g u n g 1 i n g u n u m e i 11 h v a ð t i 1 h a n d a n n a. Við getum ekki átt von á iðjusamri þjóð nema eitthvað sé gert til að venja unglingana á iðjusemi. Thorvaldsens-félagið hefur gefið góða hvatning til handavinnu með því að stofna „basarinn". Það hefur forðað margri stúlku frá ógæfu iðjuleysisins með þvi að gefa henni kost á að koma í verð því sem hún gat búið til í tómstundum sínum. Fleiri hefðu eflaust getað notað tækifærið en gert hafa. Heimilisiðnaðarfélagið vill reyna að gera sem flesta hæfa til að nota tómstundirnar sér til skemtunar og tekju- auka með því að kenna ýmsa handavinnu, þó að ekki sé nema um litla byrjun að ræða enn. Á ársfundi félagsins, 24. f. m., kom til orða að koma á fót vinnustofu fyrir unglinga í Reykja- vík, þar sem kent yrði ýmislegt til handanna, og verður gerð til- raun til að byrja á þeirri starfsemi með haustinu. Það væri góð eign fyrir hvert kauptún á landinu og hvert sjávarþorp, ef til væri einhver staður, þar sem unglingar ættu kost á að fá tilsögn í handavinnu, og þar sem þeir ættu at- hvarf og gætu setið við vinnu sína þær mörgu stundir, sem

x

Skólablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.