Skólablaðið - 01.08.1915, Blaðsíða 10

Skólablaðið - 01.08.1915, Blaðsíða 10
122 SKÓLABLAÐIÐ með greininni, skal eg leyfa mér að skýra nánar þaö, sem mér finst máli skifta. í grein í sama blaöi, um stöfunarkenslu, er ekki annaö hægt aö skilja, en aðaltillaga mín sé aö leggja niður stöfunarkenslu og taka í þess stað upp hljóðkenslu. En svo er ekki. Eg get þess reyndar, að lestrarkensluaðferð sú, er enn tíðkast, sé ótæk, en þar með er ekki sagt, að ekki sé hægt að laga þá kenslu- aðferð svo nothæf verði. Þvi þegar börn, sem búin eru að vera við lestrarnám í þrjú ár, eru 1 á t i n „stafa“ tví- og þrí- stöfuð orð, þó þau geti „lesið“ þau, þá finst mér eitthvað bogið við þá kenslu og hægt að lagfæra hana, án þess að taka upp aðrar óskyldar kensluaðferðir. Það mætti nokkuð koma í veg fyrir þetta, eins og eg tók fram í grein minni, með þvi að höfundar lestrarkenslubókanna gæfu bendingar um, hvernig með lestrardæmin skyldi farið og eins að heimilin leituðu til kennarans, sem ætti að mega gera ráð fyrir að gæti leiðbeint við lestrarkensluna. En það, sem eg legg einkum til, er að eftirlitið sé skerpt. Ö 11 börn séu gerð prófskyld frá 7 ára aldri, en þó að eins í lestri og skrift fram að 10 ára aldri. Kæmist þetta á, er eg viss um að alment yrði fyr byrjað að kenna börnum að lesa, — og það skiftir miklu —, og kenslan síður vanrækt en nú er raun á. J ó n Á r n a s o n. Idnsýningin á Breiðumýri í Reykjadal 19. júní 1915. Kvenfélag Suður-Þingeyjarsýslu varð 10 ára gamalt á þessu vori. Til minningar um starfsemina þennan liðna áratug stofnuðu konurnar til iðnsýningar í sambandi við héraðssamkomu og íþróttamót sýslunnar. Þegar þar við bættist sambandsfundur norðlenskra kvenna, sem haldinn var daginn á undan sýning- unni, var ekki að undra þó samkoman yrði fjölmenn, hátt á 2. þús., enda hefur ekki sést fleira fólk saman komið þar um slóðir.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.