Skólablaðið - 01.08.1915, Blaðsíða 11

Skólablaðið - 01.08.1915, Blaðsíða 11
SKÓLABLAÐIÐ 123 Veður var hiö besta noröanlands um þetta leyti, svo menn voru öruggir að sækja langt aö; af fundarmönnum áttu Skag- firðingar og Vopnfirðingar lengst. Áhætta er það jafnan að stofna til svo margbreyttrar samkomu í sveit, og mörgu var búið að spá þar um, en ánægjan er þess meiri, þegar vel tekst, eins og hér átti sér stað. Sýningin var Þingeyingum til hins mesta sóma, og um leið ljós vottur um það, að islenskur heimilisiðnaður er hvorki dauður né í dauðans greipum, eins og margir halda fram. Þegar e i n sýsla getur sýnt svo mikinn og svo góðan iðnað á þessurn dögum hinna dýru og vandfengnu hjúa, þá liggur einhvers staðar fiskur undir steini. Hvað er það, sem knúið hefur fram þennan áhuga og þessa samkeppni. Fyrir nokkrum árum var þó iðnaðurinn sagður á fallanda fæti hér eins og svo víða annars staðar? Sýningarnar munu eiga mestan og bestan þáttinn í framför- unum, smásýningarnar, sem kvenfélagsdeildirnar hafa stofnað til hver heima hjá sér undanfarandi ár. Það er einmitt rétta leiðin, að æfa sig heima í fámenninu, læra þar hver af öðrum og bera sig saman, þá verða menn öruggari, er í fjölmennið kemur. Eg efast ekki um, að mörg utansýslukonan, sem þarna var stödd, hafi heitstrengt með sjálfri sér að reyna að koma upp ofurlítilli sýningu í sveit- inni sinni við hentugleika. Vonandi, að hver sýslan taki þannig við af annari. Munirnir á sýslusýningu þessari voru úrval deildasýninganna i vor, annað eins hefur líklega farið heim aftur, þó voru á 5. hundrað munir sýndir. Karlmannaiðnaðurinn var minni en við mátti búast, en góðau þátt áttu karlmennirnir í dúkunum dýru; þeir höfðu ofið þá flestalla, ,og hallaðist þar ekki á með tóskap og vefnað, hvoru- tveggja var með snildarbragði. Þingeyskar konur eiga miklar þakkir skilið fyrir að hafa gerst forkólfar i þessu nauðsynjamáli, það var mikið i ráðist, þvi sýningar eru enginn leikur. Akureyri í júlí 1915. H. B.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.