Skólablaðið - 01.03.1920, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.03.1920, Blaðsíða 4
32 SKÓLABLAÐIÐ a8 vinna beinlínis á móti gorkúlugróörinum í íslenskri bóka- geríS. Veröi slíku fjelagi ekki komiö á stofn meö góðum árangri, þá er máliö varla tímabært í neinni annari mynd heldur. Sigurður Nordal segir á einum staö í grein sinni, aö þýö- ingarnar mættu ekki verða lestrarfjelagsbækur, heldur komast inn á heimilin. Þaö er auðvitað, aö inn á heimilin þurfa sem flestar góðar bækur aö komast, og fyr eru þær ekki eiginleg eign þjóðarinnar. En lestrarfjelögin verður líka að efla, til þess að kenna mönnum aö lesa, og til að gefa þeim kost á að lesa fleiri bækur en þeir sjálfir geta keypt. En hjer rekur sig hvað á annað mjög tilfinnanlega hjá lítilli þjóð, því lestr- arfjelögin draga í rauninni úr sölu bóka til almennings, nema á fáum úrvalsbókum, eða þeim, sem vinsælastar verða. Hjer er óleyst mikið vandamál, og vandræðamál, þar sem bóka- markaðurinn íslenski er og bóksala hjer á landi,* og svo lestrarfjelagsmálin. Væri hjer lestrarfjelag i hverjum hfeppi, yrðu þau um 200. Enginn yrði feitur af því, að gefa út bók, sem lítið seldist utan fjelaganna. Nú er bókagerð að verða svo kostn- aðarsöm, að mikil alvara er hjer á ferðum. Og bóksalan er í rauninni í mesta ólagi í miklum hluta landsins, því bæk- urnar eru næsta lítið hafðar frammi fyrir almenningi. Vel og samviskusamlega rekin farandsala er langbest um sveit- irnar, en gallinn er sá, að lakari bækurnar eru helst boðnar svo, eða jafnvel rusl eitt á stundum. En margir eru svo gerðir, að þeir lesa helst þær bækur, sem tilviljunin ber upp i hendur þeim. Starfsemi lestrarfjelaganna víða um lönd * Guðmundur prófessor Finnbogason hefir sagt mjer frá, að hann hafi lengi hugsað um hetta mál, og hefir hann hugsað sjer eins konar farandsölu, með föstu skiþulagi, og sjermentuðum mönnum til að selja bækurnar og vera í því ráðunautar almennings, líkt og bókaverðir á er- lendum alþýðubókasöfnum um val og notkun bóka. i

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.