Skólablaðið - 01.03.1920, Síða 5

Skólablaðið - 01.03.1920, Síða 5
SKÓLABLAÐIÐ 33 hefir sannað þaS, hversu leiðbeiningar í þessu efni eru nauð- synlegar og geta orSiö mikils virði. BóksölulagiS i strjái- bygSu og fámennu landi, er mikiö vandamál, og þaö er svo nátengt þessu máli, sem hjer ræSir um, þýöingunum. Um alþýðufræðslu í Svíþjóð. Framh. Barnaskólarnir eru í rauninni ekki nema 6 bekkir, þótt skólaskyldan sje í 7 ár. En sjerstök ákvæöi eru um „e f r i d e i 1 d þ j ó S s k ó 1 a n s“, sem tekin er upp bæSi í bæjum og sveitum. í flestum bæjum er efri deildin tveir ársbekkir (sumstaSar 3—4) en annarstaSar einn, og eru því skólarnir jafnaSarlega 8 bekkir eSa 7. Þ j ó S f j e 1 a g s f r æ S i í sam- bandi viö sögn, b ó k h a 1 d fyrir drengi og matreiSsla fyrir stúlkur eru skyldunámsgreinir í efri deild þjóSskólans. Svo er til ætlast, aö hvert barn sæki skóla minst sex vetur, og eru ekki nein almenn ákvæSi um þaS, hve mikiS barniS skuli hafa lært. En þurfi barn aS hverfa úr skóla áSur en lokiö er skólagöngu þess, til aS vinna fyrir sjer, fæst þaS meS sjerstöku leyfi í hvert sinn, aS því tilskildu, aS barniS hafi þessa kunnáttu: a. í kristnum fræöum þaö, sem svarar til fermingar hjer á landi, b. aö lesa reiprennandi og geta gert grein fyrir efninu, sem lesiS er, skrifa læsilega og nokkurn- vegin rjett auSVeld orö og setningar, og hafa nokkra æf- ingu i aS gera skriflega grein fyrir hugsunum sínum, c. í reikningi fjórar höfuSgreinir meö heilum tölum, samlagningu og frádrátt tugabrota, og aS lesa úr almennum brotum og átta sig á gildi þeirra, d. nokkur sálma- og söngvalög. Eins og sjá má, eru þéssar kröfur vægari en þær, sem aö bókstafnum til gilda hjer á landi. , Skal nú í fám oröum vikiö aö kenslunni í hverri einstakri námsgrein.

x

Skólablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.