Skólablaðið - 01.03.1920, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 01.03.1920, Blaðsíða 8
36 SKÓLABLAÐIÐ iö eftir aS börnin skilji frá upphafi einföldustu undirstöSu- atriði reikningsins. LandafræSi. Yngstu börnunum er kend landafræSi í sambandi viS átthagafræSi, sem síSar verSur getiS nán- ar, og kent af eigin sjón aS þekkja frumhugtök landafræSinn- ar, en til þess er fariS meS þeim um nágrenniS, auk þess sem ýms kenslutæki og myndir koma þar til hjálpar. En er ofar kemur í skólann, eru auSvitaS notaSar kenslubækur, meS myndum, en ekki langar. í öllum betri skólabyggingum fylgja helstu kortin (heimsálfukort, NorSurlandakort o. s. frv.) hverri kenslustofu, sjálfvafin upp á kefli, og má draga niS- ur hvert kortiS sem vill, meS einu handtaki, og svo upp aftur. En ])aS er hin mesta nauSsyn oft og tíSum, nærri því í hvaSa kenslustund sem er, aS hafa landabrjef viS hendina aS grípa til. ViS flesta skóla eSa alla eru og tæki til þess aS sýna skuggamyndir, og er þess einkum neytt viS landafræSikenslu, og svo náttúrufræSi. ViS alla nýrri skóla er sjerstakur salur til aS sýna skuggamyndir, en auk þess er oftlega hver kenslu- stofa útbúin svo, aS á svipstundu má hleypa dökkum tjöldum fyrir gluggana en hvítu tjaldi fyrir svörtu töfluna og sýna þar skuggamyndir. En mikiS úrval skuggamynda frá öllum heims- ins löndum er fyrir hendi til þessara hluta, og svo auSvitaS frá heimalandinu sjálfu. Ekki þarf aS eySa orSum aS því, hve slík kensla tekur fram bóklestri í landafræSi eSa frásögn, hversu góS sem hún er. Myndir eru börnum jafnan eitthvert mesta forvitnis- og fagnaSarefni. Þá voru og aSrar myndir víSa notaSar viS landafræSikenslu, en þaS eru tvísjár- (stereo- skop-) myndir. Fær þá hvert barn í bekknum sína tvísjá, en myndirnar ganga á milli. En mikiS úrval er til slíkra mynda, eins og skuggamyndanna; líka má nota tvísjármyndir viS nátt- úrufræSikenslu o. fl. S a g a. Svíar kenna í barnaskólunum einkum sína eigin sögu, en almennu sögunni er þar oft ofiS inn i aS nokkru og notuS ein bókin. En líka er almenna sagan kend sjerstök í efri bekkj- unum. Fyrir skömmu sömdu nokkrir sænskir kennarar í sam-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.