Skólablaðið - 01.03.1920, Blaðsíða 13

Skólablaðið - 01.03.1920, Blaðsíða 13
SKÓLABLAÐIÐ 41 ðÖru fremur bók þessari til ágætis, mundi það verða þetta, hve virð- ingin og ástin til heimilisins skín þar á hverju blaði. STJÓRNARBYLTING A SKÓLASVIÐINU. Eftir Steingrím Arason. Sjerprentun úr Andvara — Rvík 1919. Bæklingurinn er 28 bls., en hjer ræðir um merkilegt mál, nýjustu skólaskipun Bandaríkjamanna og rannsóknir þeirra og tilraunir um hagnýta skólakenslu, að koma skólunum í sem best samræmi við lífið sjálft. Allir skólamenn keppa að þessu sama, að skólarnir verði börn- unum að sem mestum notum og búi þau sem best undir lífið, en um aðferðirnar deila menn sí og æ. Ameríkumenn hafa á síðustu áratugum reynt meira fyrir sjer í þessum efnum en nokkur önnur þjóð, og margir líta nú þangað vonaraugum um lausn á ýmsum vanda í uppeldismálunum. En aðrir þykjast þó sjá mikla galla á sumum nýjungum Bandarikjamanna, og að alt þatta umsvifamikla skólanám verði að lokum merglaust, en mikið á lofti eins og Banda- ríkjaborgarinn sjálfur. Höf. er mjög bjartsýnn á þessi mál Bandarikjamanna, og má honum vera sjón sögu rikari, því hann hefir, sem kunnugt er, dvalið vestra árum saman og kynt sjer þessi mál af alúð og áhuga. Bæklingurinn ber þess ljósan vott, að höf. hefir verið miklu meira niðri fyrir og drepið miklu lauslegar á efnið en hann sjálfur vildi. En hjer ræðir mest um námsstjórn, eða sameiginlega leiðsögn sjer- stakra ráðunauta, bæði um námsefni á hverjum stað og um námsað- ferðir og kenslulag; annað aðalatriði í bæklingnum er flokkun barna eftir andlegum þroska. í báðum þessum atriðum hafa Bandaríkja- menn rutt nýjar brautir og unnið mikið verk, og mun árangurinn eiga erindi til allra þjóða. Steingrimur hefir hjer í stuttu máli gert löndum sínum nokkra grein fyrir þessum nýjungum, sem hann kallar „stjórnarbylting á skóla- sviðinu", og mun það ekki ofmælt. Páll Eggcrt Ólason: MENN OG MENTIR SIÐASKIFTAALD- ARINNAR A ÍSLANDI. — 1. bindi — JÓN ARASON________________ Rvík — Bókav. Guðm. Gamalíelssonar — 1919. Þetta er, eins og kunnugt er, doktorsrit, hið fyrsta, sem varið er hjer við háskólann, og er þetta fyrsti þáttur í miklum ritbálki, sem höf. hefir í smíðum. „Er til þess ætlast," — segir höf. — „að annar þáttur taki yfir frumkvöðla siðaskiftanna, þriðji þáttur ræði um Guð- brand biskup Þorláksson og fjórði þáttur um veraldlegar bókmentir þessarar aldar, siðskiftaaldarinnar." — Þessi fyrsti þáttur er mikil þók, 454 bls. í stóru 8 bl. broti, og prýðileg mjög að öllum ytra frágangi.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.