Skólablaðið - 01.03.1920, Blaðsíða 14

Skólablaðið - 01.03.1920, Blaðsíða 14
42 SKÓLABLAÐIÐ Ekki er þaÖ lítt læröra manna, aS meta þetta rit frá vísindalegu sjón- armiði, og verður hjer ekki við það fengist. Það er kunnugt, að skoð- anamunur hefir komið fram um einstök atriði þess, svo sem aldur Jóns biskups. En aðalviðfangsefni höf. er auðvitað það, að draga saman sem flest lrau rök, er lýst. gætu Jóni Arasyni og samtíð hans, og þeim mönnum og atburðum, er mest koma við sögu hans. En þar með er rakin saga landsins um langt árabil og merkilegt. Höf. tínir mjög til heimildir og frásagnir um þessi efni, og leggur mjög í hendur lesandanum að greina sjálfur og leggja dóm á menn og málefni. Má vera, að það sje galli fyrir margan alþýðumann, að höf- undurinn hefir sig svo lítt i frammi á köflum, og er þar auðvitað vand- farið, er bókin á að vera við sem flestra hæfi. En öll er frásögnin ljós og ljett, en stíllinn þó sjerkennilegur og eitthvað svo notalega fræði- mannlegur. Enga dul dregur höf. á aðdáun sína á Jóni biskupi, en mjög virðist hann gera sjer far um að hver maður fái að njóta þess orðstírs, er honum ber. Þetta rit er kjörið í eigu hvers þess manns, sem nokkuð fæst við sögu landsins, og þá ekki sist kennaranna, sem flestir fást við sögukenslu- meira eða minna. En það verður engin kesla til langframa, nema kenn- arinn kynni sjer að einhverju heimildarritin sjálf, og þau sagnfræðirit, sem völ er á. Við höfum eignast tvö mikil sögurit síðasta ár, þar sem er Einokunarverslun Dana á íslandi eftir Jón prófessor Aðils, og svo- þetta, sem hjer var nefnt. Augiýsingf um utanfararstyrk kennara. í 14. gr. B. XIII, 7. fjárlaganna fyrir árin 1920 og 1921 eru áætlaðar 2500 kr. hvort árið til þess að styrkja barna- og unglingakennara til utanfarar. Umsóknir um utan- fararstyrkinn fyrir árið 1920 skulu komnar til dóms- og kirkjumáladeildar stjórnarráðsins fyrir 1. júní næstkom- andi. pað er áskilið, að styrkþegi sjc erlendis eigi skemri tíma cn 9 mánuði, og að hann sendi ríkisstjórninni skýrslu um för sína ásamt vottorðum. Dóms- og kirkjumáladeild stjórnarráðsins, 1. mars 1920.

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.