Skólablaðið - 01.06.1921, Blaðsíða 2

Skólablaðið - 01.06.1921, Blaðsíða 2
62 SKÓLABLAÐIÐ Jú, þarna kemur það. J>að á að breyta skólunum í skemtistaði, í bíó eða fjöl- leikahús. pað á að vera svo „gaman“ í skólanum, að öllu sje borgið. Jeg er hjer ekki að snúa út úr fyrir Steingrími lækni, eða svara honum beinlínis, því hann mun raunar ekki eiga við það, sem jeg á hjer við. En þetta kveður víða við, að skólarnir, einkum barnaskólarnir, sjeu svo leiðin- legir; það þurfi að gera þá skemtilegri, skemtilegri — (skólapiltar þyrftu líka helst að verða stúdentar án þess að leggja mikið að sjer, og stúdentar lærð- ir menn án þess að hafa fyrir að læra). Jú, það þyrfti sannarlega að gera barnaskólana skemtilegri. En þó eink- um að gera alt lífið miklu skemtilegra og ljettbærara. þegar um það er talað, að gera skólana skemtilega og námið skemtilegt, þá er víst mörgum alveg óljóst hvað þeir eiga við. það á ekki að kenna þessa námsgrein heldur hina, ekki þessa bók heldur aðra betri, aðra stærri eða aðra minni. þetta eni deiluatriði, og í þessu má sífeldlega breyta til bóta (auðvitað líka til verra), en þetta kemur ekki skemtuninni við. því að námsgreinarnar út af fyrir sig og bækumar út af fyrir sig gera ekki skólana leiðinlega, og megna ekki held- ur að gera þá skemtilega. þær geta stutt að hvorutveggja, eins og alt, smátt og stórt, sem skólunum við kem- ur. — En það á að kenna öðruvísi — svona óákveðið — það á að gera þetta eða hitt; það á að kenna um það sem snertir lífið og kemur að gagni, það á að „flytja lífið inn í skólana“ (það er hámarkið) — og þá mun hitt annað veitast yður. Steingrímur læknir tekur það fram, sem von var að honum, hvers virði það sje fyrir sveitabömin, að venjast snemma á „þarflega vinnu, sem þrosk- ar heila, hendur og vöðva“. Júni 1921 En ef Jónsa í Saurbæ leiðist smala- menskan ? þarf þá ekki að breyta smala- menskunni og gera hana skemtilegri? Enginn getur átt óskemtilegri æfi en Jónsi litli í Saurbæ á löngum í smala- menskunni. Enginn í veröldinni getur átt eins bágt og lítill, einmana smali, sem hefir týnt ánum og gengur alt á móti. það er algeng staðhæfing, að áhyggjur barnsins og sorgir sjeu ljett- bærar, en það er ekki rjett. Áhyggjur forsætisráðherrans eru sem ekkert hjá hörmungum og baráttu smaladrengsins. En ekkert af störfum sveitabarna mundi verða þeim til slíks andlegs þroska, sem smalamenskan, sje líkams- kröftunum ekki alveg ofboðið. því smal- anum lærist það fljótt, að lífið er ekki leikur einn eða hangs, og að hann verð- ur sjálfur að bera ábyrgð á sjer og gerðum sínum. Hann verður að reka frá sjónum áður en fellur fyrir, og það stendur ekki á sama hvort það er gert eða ekki. En ef Jónsi á Akureyri á að fara í búð fyrir mömmu sína klukkan 1, en gleymir því, þá getur hann eins farið klukkan 2 eða 3, eða mamma hans hefir þá skroppið sjálf, og það gerir hvorki til nje frá. það stendur yfirleitt svo mikið á sama um alt fyrir Jónsa á Ak- ureyri, hvort hann er að leika sjer uppi á brekku eða kasta steinum úti á tanga; ef honum leiðist einhverstaðar, þá fer hann annað. En Saurbæjar-Jónsi verður að sitja yfir ánum fram á mið- nætti og láta þær þá inn í nátthagann með tölu. Og ef svo Akureyrar-Jónsi gengur að náminu með minni alvöru og elju en hinn, eða ef honum leiðist það, þá er það náttúrlega af því, að barnaskólinn á Akureyri er svo leiðinlegur; það þarf að gera skólann skemtilegri; það þarf „að setja hann meira í samband við lífið“ (þó ekki götuslangrið), það þarf

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.