Skólablaðið - 01.06.1921, Blaðsíða 11
Júní 1921
71
SKÓLABLAÐIÐ
stendur stór hœtta af þroskaleysi og
þröngsýni einstaklingsins — meiri
hætta en nokkru sinni áður.
Stjórnendur allir -— umfram alt þeir —
þurfa að vera gæddir inannkostum, viti og
einbeittum vilja. Ráði e i n n, þá skiftir
mestu að hann sje vitur. Ráði nokkrir
m e n n að eins, er sama máli að gegna um
þá og ráði a 11 i r lögum og lofum, sem
komnir eru, sem kallað er, til vits og ára,
þá er lífsnauðsyn að þeir sjeu und-
antekningarlaust svo vel þroskaðir,
sem kostur er á.
J) e s s u m á 1 i er nú hjer að gegna.
þrátt fyrir kosningarrjett, jafnrjetti,
frelsi og fullveldi verðum vjer aumir og
ósjálfstæðir og náum aldrei stjórnarfars-
þroska án þess að leggja liina ítrustu rækt
við mannkosti, vit og vilja hvers einasta
manns.
það er minni v e g s e m d að vera kjós-
andi en löggjafi, en vandinn er likur. Jlað
þarf ekki svo litið vit og vald yfir ytri og
innri freistingum til þess að fylgja jafnan
þeim manni að málum, er best er trúandi
fyrir þeim. (Meira).
----o----
Kennarafundurinn.
Hann hófst, eins og til stóð, miðvikudag-
inn 15. þ. m., og var settur kl. 1 í stóra
sal Templarahússins, og stóð í 4 daga, og
starfað meira og minna alla dagana. Sig-
urður Jónsson kennari í Reykjavík stýrði
fundinum, en skrifarar voru Bjarni Bjarna-
son skólastjóri í Hafnarfirði og Helgi
Hjörvar. Seinna á fundinum tók Hallgrím-
ur Jónsson við störfum Helga.
50 kennarar utan af landi sóttu fundinn,
en um 30 úr Reykjavík, og sátu því fund-
inn alls um 80 kennarar, auk nokkurra
gesta við og við.
í upphafi fundarins lagði forgöngunefnd-
in fyrir fundinn frumvarp til laga fyrir
„samband íslenskra barnakennara". Var
þegar sett í það mál 7 manna nefnd, og
þessir kjörnir: Bjarni Jónasson frá Litla-
dal, Björn Guðmundsson kennari á Núpi,
Hervaldur Björnsson skólastj. í Borgarnesi,
Friðrik Hjartarson skólastj. í Súgandafirði,
Steingrimur Arason, Helgi Hjörvar og
Bjarni Bjarnason í Hafnarfirði.
Um þctta mál, þ. e. fjelagsstofnunina og
skipun hennar, urðu langmestar umræður,
og fór fundurinn að miklu leyti í það mái.
Skoðanir voru allskiftar og margvíslegar.
Nefndin margklofnaði, og var þó meiri hlut-
inn (Bj. Bj., B. J., Herv. og H. Hjv.) á einu
máli, og vildi samþykkja frumv. með nokkr-
um breytingum. Hinir 3 vildu sitt hver.
Björn. Guðm. vildi hafa fjelagið rýmra en
frumv. gerði ráð fyrir, og hreyta nafninu á
þann veg. Friðrik vildi liafa sambandið
fyrir einstaka kennara eingöngu, en alls
ekki fyrir kennarafjelög líka, eins og frumv.
gerði ráð fyrir, en Steingr. vildi samband
fjelaga eingöngu, en alls ekki livorttveggja.
Auk þessara meginatriða fundu þeir ýmis-
legt fleira til. Meiri hluti nefndarinnar hjelt
því fram, að reynslan ein mundi skera úr
því, hvort betur gæfist, að hafa samband-
ið meir fyrir kennarafjelög eða einstaka
kennara; óliugsandi væri að kennarar gætu
alment sótt ársþing, og væri þvi nauðsyn-
legt að kjósa fulltrúa, og það væri beint að
vinna á móti kennarafjelögum, að útiloka
þau úr sambandinu. Hins vegar kæmi ekki
til mála að útiloka einstaka kennara, þótt
þeir væru svo afskektir, eða gætu ekki af
öðrum ástæðum verið í neinu kennarafje-
lagi. En gegn B. Guðm. hjeldu þeir því
fram, að fjelagsskapurinn retti fyrst og
l'remst að vera stjettarfjelag, bygt á kenn-
aralaunalögunum, þó að skylt væri að gera
þrer undantekningar um unglingaskólakenn-
ara, sem frumv. gerði ráð fyrir.
Málið var rœtt fram og aftur, og voru þó
allir sammála um að stofna fjelagið, og um
aðal-tilgang þess. En vegna þess, hve skift-
ar voru slcoðanir, vildu sumir stofna sam-
bandið að vísu, en fresta allri lagagerð
þangað til að ári. Gegn þessu snerist meiri
hluti nefndarinnar harðlega, og lá við
sundrungu. En það varð úr, að samþykt
var frumvarpið með breytingartillögum
meiri hlutans, og sainbandið þar með stofn-
að. þetta var 17. júní um kvöldið.
I stjórn sambandsins voru þessir kosnir:
Bjarni Bjarnason, skólastj. í Hafnarfirði,
formaður sambandsins.