Skólablaðið - 01.06.1921, Blaðsíða 10
70
SKÖLABLAÐIÐ
Júni 1921
vjer þyrftum eigi að hafa svo stór orð, þá
eigum vjcr alls enga skóla að hafa. það
er betra autt rúm en illa skipað.
Skólar rata oft í villu af ýmsum orsök-
um, og sjaldnast gagnstætt vilja hlutaðeig-
erida. Stærstu alþýðuskólasyndir eru fram-
kvæmdar í anda laganna og heimilanna.
Oheillaandi athugalausrar metnaðargirni
ræður stefnum og straumum í mörgum
skólum, svo þeir gera fjölda nemenda
„þreytta á allri andlegri viðleitni", nauð-
ugir viljugir. —
Valdi foreldra og vandamanna og áhrif-
um þeirra á hugarfar og hegðtin barna fer
síhnignandi, og fæ jeg eigi sjeð að skólarn-
ir eigi sök á því. Og foreldrum verður tæp-
lega gefin sök á því heldur. þeir eru senni-
lega engu máttlausari nje áhugaminni um
heill og hag barna sinna en áður. Rn það
eru komin ný öfl til sögunnar, er draga úr
mætti og áhuga heimilanna, veikja áhrifin.
Hávaðinn í. lífinu, vaxandi umsvif, asi og
óðagot á heimilunum og umhverfis þau
draga hugi barnanna t i 1 sín og um leið f r á
rólegum áminningum og aðvörunum. það
fer dagvaxandi er glepur fyrir — ekki að
eins börnunum, heldur einnig forcldrum og
v an damönn um.
Fyrir mannsaldri, og þótt skemra sje far-
ið aftur á bak, var þetta talsvert á annan
veg víðast hvar, og einkum í sveitum. þá
var meiri þögn, ró, næði og ytri friður yfir
öllu. Upp úr þoim jarðvegi óx sjálfsment-
un á ýmsum stöðum „eðlilega, hægfara",
þar sem innri þörf einstaklingsins kom til
móts við skilyrðin. En nú eru þau skilyrði
að mttstu horfin.
þrátt fyrir mörg góð tækifæri til að hugsa,
athuga og álykta, var mestur hluti þjóðar-
innar i andlegum vesaldómij „ósjálfbjarga
i hugsun". Fjöldinn trúði heimskulegum bá-
biljum betur cn rökrjettum ályktunum og
staðreyndum. þjóðin var ónærgætin og harð-
lynd við mcnn og málleysingja og fjöldinn
fyrirvarð sig og lægði í návist höfðingja
sinna og þótti sjer misboðið í návist heið-
ursmannsins, ef hann var umkomulítill.
þetta meðal annars bendir á þroskaleysið.
Skólavegurinn svo kallaði v a r í reyndinni
ilia fært einstigi öðrum en þeim, cr áttu þá
að, er voru talsvert loðnir um lófana. Sat
því margur gáfumaðurinn eftir heima, í
kotkytrunni hjá pabba og mömmu, því gáf-
ur barna fara ekki alt af cftir ofnum og
ástæðum foreldranna. jfröngt var oft í kot-
inu og fátt um föng, en þar gat verið hilla
fyrir andríkisverk þeirra Hallgríms Pjeturs-
sonar, Jóns Vidalins og Mynsters Sjálands-
hiskups. þar gat einnig verið hirsla fyrir
biblíuna, nokkrar Islendingasögur, Snót,
Svanhvít og stöku fræðibækur aðrar. þarna
komst rökkrið fyrir með sönginn og sögurn-
ar, og að því loknu kom lýsislampinn með
logandi fifukveik í nefinu. Ef minnið var
skarpt og trútt, ímyndunaraflið fjörugt og
greindin glögg, þá var þarna kominn dá-
góður skóli — ef hvorki skorti vilja nje þol-
gæði.
Og þótt telja megi suma kennarana, er
þar lýstu, með helstu siðameisturum heims-
ins, þá beittu þeir ekki blindu valdi nje
harðstjórn við nemandann, svo hann gat
notið skapgerðar sinnar og sjereðlis. I
þessu frelsi felast meginstyrkur og yfir-
hurðir kotskólanna yfir marga aðra skóla,
er marga nemendur hafa. þcir byrjuðu ekki
á því óheillaverki að bræða upp hugs-
unarhátt og háttalag nemendanna, hella
síðan í mót og fá alt i ákveðið form. —
Nú er ekki lengur talað um skóla v e g.
Skólar eru um allar jarðir. Milli þeirra
liggja fjölfarnar götur. Og þjóðin hefir rutt
og bætt vegi að helstu mcntastofnunum
landsins á margan hátt. Kotungssonurinn
þarf ekki að sitja kyr á skák sinni, frem-
ur en honum sýnist, ef hann hefir góðar
gáfur. þessi vegabót kemur í góðar þarfir,
þvi sjálf mentunarskilyrðin eru að hverfa
inn í asann og óðagotið. það er „aldrei frið-
ur“ til að hugsa, ekki einu sinni í kotunum.
Sjálfsmentun þrífst ekki á þön-
u m. Og þess vegna, meðal annars, h 1 j ó t-
u m v j e r að k o m a u p p s k ó 1 u m, jafn-
vel barnaskólum, i hverri sveit, „þar
sem því verður við komið“, eins og
Jón Sigurðsson lagði til fyrir meira en
hálfri öld. En allir mega þeir læra nokkuð
af vexti og hnignun sjálfsmentunarinnar.
Skólamontun þrifst ekki heldur á þön-
um.
Nú er svo í garðinn búið, að allri þjóðinni