Skólablaðið - 01.06.1921, Blaðsíða 4

Skólablaðið - 01.06.1921, Blaðsíða 4
64 SKÓLABLAÐIÐ Jiini 1921 inu, sem nema skal; þess vegna verði umfram alt að vekja áhuga barnanna. En — „varið yður á eftirlíkingum" stendur á kínalífselixír-glösunum. það verður sem sje mörgum kennara, sem hefir úti allar a ð f e r ð a-klær til að vekja áhuga, að hann vekur í staðinn nýj ungagirni og fær að launum heimtufrekju og tómlæti nemenda sinna; honum getur farið eins og kukl- aranum, að hans eigin uppvakningar geri út af við hann. þessi hætta er þeim mun meiri, sem fremur þarf að grafa eftir áhuganum, eða því stopulli sem hann er, eins og oft er kvartað yfir hjá kaupstaðabömum. pað er og enganveg- inn víst, að ýmislegt það, sem mest dregur athygli bama frá náminu, mundi yfirleitt, fremur en námið, geta haldið áhuga þeirra vakandi til lengdar eða til varanlegs gagns, jafnvel ekki sjálf kvik- myndahúsin. þau mundu fljótt fá skóla- blæinn, ef þau væru gerð að skóla; það eitt, að börnin væru ekki sjálfráð hvort þau kæmu þar ekki, gæti gert þau að sömu prísundinni. Og hvernig sem að væri farið, er ómögulegt að gera þær myndir, sem beint eru ætlaðar til fræðslu, nándarnærri eins skemtilegar og þær, sem börnin sækja nú mest í. — „Hvað er þá nefnt daglegt brauð? Svar: — guðhrædd eiginkona eða eigin- maður, guðhrædd börn, guðhrædd hjú, guðhræddir og trúir yfirmenn, góð landstjórn —“. Já, fróðlegt væri að sjá ungum börnum kent þetta á bíó, jafn- vel þó að þetta um landstjórnina sje eins og gripið út úr lífinu, sem vjer nú lifum. — En hvað um það. þó að kvik- myndir sje einhver merkasta kunnandi mannanna, næst sjálfri prentlistinni, og standi henni í mörgu framar, þá þarf enginn að ætla að fræðandi filmur geti ekki orðið leiðigjamar til lengdar alveg eins og fræðibækur. það væri svo sem vel kleift, að gera skólana „skemtilega", ef alt væri lagt í það, að minsta kosti á sama hátt og leikhús eða bíó. En hvað væri þá feng- ið? Ætli tómt eftirlæti í skólum yrði hóti hollara en eintómt eftirlæti for- eldra og heimila? Og margur skóli er vissulega á Tæpugötu staddur í öllum þessum lausakaupum um ,áhuga‘ barn- anna með alls konar tilfæringum og tiktúrum og botnlausum fjölda við- fangsefna. það er ekki hægt að búa til lífið sjáíft eða kenna lífið sjálft. það verður aldrei nema svikull trúðleikur. Og því mun fara svo best, að skólinn verði skóli og lífið líf. það skyldi ekki vera meira mein en skemtanaleysið í kaupstaðaskólunum, að þá skortir svo mjög tökin á þrauta- taug mannlegs eðlis, skyldurækn- i n n i. Flest ytri skilyrði ganga skólun- um þar á móti, og þess vegna þurfa þeir þeim mun meiri andlegan styrk, eða siðferðisleg tök á nemendum sínum. En ef skóli nær ekki tökum á s k y 1 d u- taugum barnssálarinnar, þá er hætt við að áhuga-takið eitt verði afslept nokk- uð. Og þar stoða ekki til lengdar nein yfirboð og ekkert prang. það verður aldrei komist fram hjá því, að skóla- ganga og nám er erfiði og áreynsla og sjálfsafneitun, og það má fljótt gera of mikið að því, þó að við börn sje, að draga alls konar hýjalín yfir þann sann- leika. H. Hjv. ----o--- Móðurmálíð. Niðurl. Raddlestur. Menn skiftast á hugsunum með tákn- um eða merkjum. Annaðhvort eru þessi merki sýnileg (bókstafir) eða heyran- leg (hljóð). þessi tæki hugsanaflutn- ingsins ætti aldrei að nota nema í sjer-

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.