Skólablaðið - 01.06.1921, Blaðsíða 7

Skólablaðið - 01.06.1921, Blaðsíða 7
Júni 1921 SKÓLABLAÐIÐ 67 mikil tilfinningasemi í lestri getur orð- ið eyðileggjandi. Lesaranum er eins mikil nauðsyn á að hafa vald yfir lil- finningum sínum, eins og að hafa tök á að láta þær í ljósi. Hæg og hljóðlát ræða er oft áhrifaríkust einmitt í þeim kringumstæðum, sem mest æsa tilfinn- ingarnar. Allar áherslur, hvort sem þær eru gerðar með rödd eða hi-eyfing- um, ættu að vera ávöxtur af áhuga eða geðshræringum lesandans, öll uppgerð er eyðileggjandi fyrir lesturinn. Flestum er svo háttað, að þeir eru latir við að framkvæma störf, sem ekki eru knúin fram af brýnni þörf. Flest- um verður fyrir að velja auðveldustu leiðina. í undirbúningi undir lestur er auðveldasta leiðin að stæla einhvern góðan lesara. þessi aðferð er þó í raun og veru andlegt sjálfsmorð, þar sem það lamar eigin kraft og sjálfstraust. Lesturinn getur ekki orðið sannur og ófalsaður nema hann sje ávöxtur af sjereðli og hugarástandi lesarans sjálfs og taki litblæ af hvorutveggju. Lesar- inn ætti ekki að skammast sín fyrir geðshræringar sínar, heldur æfa sig í að láta þær kröftulega í ljósi með ein- lægni og á frjálsmannlegan hátt. Stgr. A. ----o----- Iþróttir og uppeldi. Franskur málaflutningsmaður hefir sagt, að 99 af hverjum 100, sem stælu, gerðu það af kjarkleysi; á hinum væri það sjúkdómur. það ætti þá að vera af hugleysi að ungling- ar og aumingja örengir leiðast út í óráð- vendni. Auk þess getur spilt og sljó tilfinn- ing fyiir rjettu og röngu orkað talsverðu. Og þvi miður lield jeg að sjúkdómur sá hafi vaxið á síðustu árum heima. það mun t. d. orðið mjög títt, að bæði börn og fullorðnir fái lánað smávegis, nokkrar krónur eða aura, beinlínis mcð það í huga undir niðri að skila því aldrei, án þess þó að gera sjer fulla grein fyrir því, eða hvað þetta er. það sem skólarnir þurfa að gera til að útrýma þessari spillingu er að reyna af öllum mætti að skerpa rjettlætistilfinningu barnanna, jafnframt því að innræta þeim dáð og dug, gera þau að mönnum, sem þora að horfast í augu við örðugleika lífsins án þess að gugna eða bjargast með óheiðarlegu athæfi. það er sagt að Forn-Persar hafi látið kenna börnum sinum íþróttir og að segja sann- 1 e i k a n n, og það var eina mentunin sem þau fengu. það þætti sjálfsagt kynlegt, ef gera ætti sannsögli að sjerstakri námsgrein í skólun- um, og þess þarf heldur ekki; það er hægt að koma henni að við allar námsgreinar, alstaðar hægt að benda börnum á rjett og rangt til samanburðar. En þetta mun ekki vera gert sem skyldi, nema þá lítilsháttar í kristnum fræðum. Sögukennarinn, sem stendur flestum betur að vígi, þarf venju- loga að flýta sjer svo mikið að komast yfir lexiuna, að hann hefir ekki tíma til að benda á það, sem fyrir kann að koma af lærdómsrikum andstæðum. Og svona er það: allir kennarar reyna að standa, sem best i stöðu sinni, keppast við að láta börn- in kunna sem mest, án þess að gæta að hvort það sem lært er þroskar þau nokkuð eða ekki. Meðalið er þannig orðið að tak- marki. Vafalaust verða skiftar skoðanir um það, hvaða námsgreinar sjeu þroskavænlcgastar fyrir liiirn. Sje takmark uppeldisins að gera menn hrausta, andlega og líkamlega, hreina og beina, ótrauða í hverri raun, sem lífið leggur þeim á herðar, þá er jeg ekki í nokkrum vafa um, að íþróttir liafa mest gildi. það iðkar enginn íþróttir án þess að verða drengur að betri. þetta vissu Fom-Grikkir. Og þetta hafa merkir uppeldisfræðingar allra tima vitað, þó aldrei liafi ágæti íþróttanna verið eins al- ment viðurkent og nú. O r k u, þ o 1 og hugrekki öðlast þeir, er íþróttir stunda af viti, og má óhætt full- yrða, að sá sem á þetta þrent í ríkum mæli, goti öruggur lagt á öræfi lífsins. þetta ágæta uppeldismcðal, íþróttirnar,

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.