Skólablaðið - 01.06.1921, Blaðsíða 9
Júni 1921
Hún felst í metnaði manns og þjóðar um
að fá frá skólunum — jafnvel frá barnaskól-
unum — lærða menn.
Margir foreldrar gera þá kröfu fyrir börn-
in sin. þjóðin, lögboðnar lífsreglur hennar,
gera þá kröfu með prófskyldu — þekkingar-
prófskyldu. Og hvar sem kennari hefir þessa
herra sína á hvora hönd, með heimtufrekju
og hótanir, þar verður freistingin sterk að
hreyta móti betri vitund, hvað sem rjetti og
kröfum nemandans líður.
Sjerhver skóli, sem labhar sínar lexíu-
götur, stansar á yfirheyrslubörðum og bend-
ir þaðan á prófhæðirnar sem takmark, hann
er leiksoppur þessarar heimskulegu metnað-
argirni manns og þjóðar.
En hver er svo meginhættan við þessar
háu lærdómskröfur? Er ekki allstaðar þörf
á þekkingu? Víst er þekkingin þarfleg, en
það er þörf á fleiru.
Fæðan er þarfleg, en vjer getum borðað
svo oft og svo mikið, að það standi oss bein-
linis fyrir þrifum. þetta kannast líka flest-
ir við. En sálarfræðin og uppeldisfræðin
hafa komist að líkri niðurstöðu um þarfir
andans.
Eitt barnshöfuð er hvorki kútur, poki nje
„pakkhús", þekkingin eða andi námsins
hvorki spritt, ullarhnak nje mjölpokar. það
er því verulegt óheillaráð að hella orðunum
í þessa litlu kolla, nauðuga viljuga, eins og
þegar tappað er af tunnu, troða í þá eins og
vörupoka eða stafla, eins og gert er i vöru-
geymsluhús. þetta ættu allir að vita.
En þessu lík er nú meðferðin á börnum,
unglingum og eldri nemendum í flestum
skólum þessa lands, að undanteknuin amt-
manninum' vona jeg þó — þ. e. a. s. sjálfum
háskólanum. Og því má nú margur taka
undir með þeim biblíufróða: Biblian er sein
böglað roð fyrir brjósti mínu, o. s. frv.
þegar svo er að farið, sem nú var sagt,
þá er stórhætta á ferðum, því þetta er of-
raun fyrir nálega hvern einn og einasta
mannshaus, hvað þá fyrir höfuðið á bless-
uðum börnunum. Og því verður oft sú raun-
in á, að hæfileikarnir sljófgast og skemmast.
Eftirtektin og athyglin dofna, námfýsi þverr,
dómgreindin verður máttfarin og þokukend
og sams konar vængbrotum veldur þetta á
viljafestu og hugsjónum. Fæsta mundi fýsa
69
að senda börn sín í skóla, ef þeir ættu á
hættu að þeim yrði misþyrmt: klipin, klór-
uð og harin, og jeg lái það ekki. þó gróa slík
sár oftast áður en menn giftast. En flestir
mundu með ánægju f y 1 g j a börnum sínum
þangað, er af þeim ætti undir eins og skil-
yrðislaust að heimta h 1 ý ð n i og auk þess
að læra námsbækur sínar reiprennandi, svo
alt mætti þylja utanbókar eins og faðirvor.
þá kæmu þau 1 æ r ð úr skóla og sennilega
h á í prófinu.
þó hýst jeg við, ef alls er gætt, að þetta
mætti með rjettu heita versta misþyrming
— stórskemmilegt sálargáfum barnsins, og
eru þeir áverkar þeim mun verri hinum,
að þar grær sjaldnast um heilt æfilangt. því
hver sem hrýtur vilja barns á bak aft-
ur með annarlegu valdi, vinnur ofbeldis-
verk og gerist um leið þrándur í götu
þroska og vaxtar.
þeir sem hafa margt af þessu liku um
skóla að segja, skilja að hverju það stefnir
og liafa veika trú á, að um verði þokað til
bóta, þeir liljóta að telja „ábyrgðarhluta
að k o m a u p p skólum“.
Foreldrum og vandamönnum barna og
unglinga, þingi og þjóð verður að skiljast,
að hið fyrsta sem heimta má og hcimta ber
af öllum skólum landsins skilyrðislaust, er
þetta: að þeir geri alt, sem í þeirra valdi
stendur, til þess að s k e m m a ekki —
spilla hvorki heilsu nje liugarfari nje
sljófga sálargáfurnar. Andlegt og líkamlegt
táp er svo mikils virði, að án þess eru oss
allar bjargir bannaðar. —
Jeg er Sig. Nordal sammála um þetta:
Skólunum „hættir við að gera menn ósjálf-
bjarga i hugsun“ með því að trufla andleg-
an vöxt, vahla kyrkingi og vefjast fyr-
i r löngun æskumannsins og viðleitni á að
verða s a n n u r m a ð u r. Mentun alþýðu-
mannsins á að byrja þar sem skólinn hætt-
ir, þvi nám hans — einkum barna- og ung-
lingaskóla — cr þá fyrst nokkurs virði, er
það kemur hugsun æskumannsins úr spor-
um aðgerða- og úrræðaleysis og knýr hann
til að vinna þessi „hljóðu heit“, sem allir
ágætismenn hafa hlotið að gcra í for-
dyrum hins sanna sálarþroska.
En ef vjer getum að eins haft „asna- og
djöflaskóla", eins og Lútlier kvað að, og þótt
SKÓLABLAÐIÐ