Sovétvinurinn - 01.10.1935, Side 5

Sovétvinurinn - 01.10.1935, Side 5
[Sovétvinurinn] á svikum og hermdarverkum hinna nýju stjórn- enda. Haustið 1931 hófu Japanar árás sina á Mansjúríu og Norður-Kína. Kuomintang-stjórnin sýndi svo megnan heigulshátt og ódugnað, að almenningi ofhauð. Lét liún eftir nokkurt þóf undan síga fyrir kröfum Japana, en á meðan höfðu liinir ýmsu rauðu lierir náð að koma fótum undir sig og stofn- að sovét-lýðveldi eftir rússneskri fyrirmynd. Eftir að Kuomintang liafði samið við Japana, sneru þeir sér að þvi að uppræta kommúnismann i Suður- Kína. Gerði stjórnin út liverja herferðina á fætur ann- ari, en varð i öllum að lúta í lægra haldi. Her- mennirnir voru andstæðir herstjórninni og' samúð þeirra öll með byltingamönnunum. Hlupu lieilar herdeildir þeirra úr liði stjórnarinnar og fluttu með sér vopn og vistir. Rauðu herirnir fylgdu þeirri meginreglu að ginna stjórnarherinn inn í óbyggð héruð. Biðu þeir svo i fjöllum uppi, þar til skort- ur fór að sverfa að andstæðingunum. Réðust þeir þá að þeim og neyddu þá til að gefast upp. Til 6. lierferðarinnar gegn sovét, sem hófst haust- ið 1933, var aðallega notuð bezta hersveit stjórnar- innar, 18. liersveilin, sem hafði haldið uppi vörn- um, er Japanar réðust á Sjanghai 1931. Mestur hluti hersins gekk i lið með uppreisnarmönnum og sneri vopnum sínum að stjórninni. 7. herferðin hófst fyrir ári siðan. Virtist mönn- um í fyrstu, að sovét-herinn færi halloka, en það var eins og áður aðeins herbragð, því að um vor- ið brauzt rauði herinn inn i auðugastc og fjölmenn- asta hérað Kína, Setsjúan, en það hvggja um 60 millj. manna. Þar er gnægð málma og annara auðæfa og landið frjósamt mjög. Síðan hefir rauði herinn unnið hvern sigurinn á fætur öðrum, og má segja, að þetta síðasta herhlaup sé að engu orðið. Til skamms tíma hefir það tálmað framförum sovétlýðveldanna kínversku, að þau hafa verið dreifð um allt Kina sunnanvert, en nú liefir tek- ist að ná sambandi inilli þeirra og helztu liersveit- irnar liafa sameinazt. Land það, sem sovét-lýðveldin ná yfir, er nú rúml. 1 millj. ferkm. og ibúar rúml. 100 millj. Þau liafa náð vestari suðurbakka Jangtse-fljótsins og liafa nú umkringt stóriðnaðarhéraðið Vuhan (Hanká og Vutsjang). Engin likindi eru til þess, að kínversku yfir- stéttinni takist að berja niður byltingahreyfinguna, eins og nú er komið. Fulltrúar kínverskra kom- múnista, sem mættu í sumar á tieimsþingi III. Alþjóðasambandsins í Moskva, skýrðu alheimi frá sókn og sigrum kínverskar alþýðu. Það, sem hún liefir þegar unnið, verður ckki af henni tekið, en nýir sigrar eru visir, ekki aðeins yfir kinversku yfirstéttinni, heldur einnig hinum vestrænu og jap- önsku kúgurum, sem leikur fullur liugur á að kvrkja alla frelsisbaráttu hennar. (I síðasta hefti ,,Réttar“ birtist mjög fróðleg grein um baráttu Sovét-Kina, og vil eg ráða lesendum að kynna sér hana, ef þeir vilja fá nákvæmara yfirlit yfir sigra rauða hersins). Flestar fullkomnari verksmiðjur i Sovétríkjunum koma sér upp sund- höllum. Hér á myndinni sést inn í eina þeirra. Þar fer fram sund- kennsla og er kennarinn að gcfa skipunina „viðhúnir“ ■ 1^l*\) . - : v.: :• U A Í . ^ |5' J

x

Sovétvinurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.