Sovétvinurinn - 01.10.1935, Page 7
[Sovétvinurinnl
sjálfir eru alþýðumenn, eru, þegar ekki ber á, vin-
ir fanganna, en ekki kvalarar. En skáldsaga þessi
endar í sjálfri byltingunni, í öngþveitinu, blóðbað-
inu og skelfingunum, og mér varð að orði við lok
lestursins: „Er þá engin von fyrir þetta mannkyn?
Engin undankoma frá þeim hörmungum, sem það
skapar sér sjálft ?“
Bók Þórbergs sýndi mér aftur þetta sama fólk,
sem James Hilton hafði skilið við i bók sinni, eins
og villt börn á vegleysum. Eg þekkti það aftur, alla
beztu eigiideika þess, en nú bafði það notið bless-
unar friðarins um nokkur ár. Og á þeim árum hef-
ir verið unnið, unnið með þeim krafti og þolgæði,
sem aðeins sú þjóð á yfir að ráða, sem er þrung-
in af hugsjónaeldi og óspillt af yfirmenningu. Fvr-
ir þessu fólki befir dagað, það hefir fengið trú á
lífinu, og því livilir yfir því æska og gleði. Hví-
líkur glæpur, ef þessi þjóð væri nú neydd til ófrið-
ar, rekin út i nýjar styrjaldir frá nýbyggingarstarfi
sínu.
Fig vil að lokum minnast tveggja atriða í bók
Þórbergs, sem eru raunar spurningar, sem fram-
tíðin vérður að leysa úr, en á þeim svörum bygg-
ist von mín uin nýtt mannkyn og nýja jörð, sem
eg gat Um í upphafi þessarar greinar.
Þórbergur segir frá barnalieimili, sem hann lieim-
sækir, og viðtali sínu við forstöðukonu þess. Hún
gefur honum ýmsar upplýsingar, þar á meðal þær,
að öll leikföng barnanna séu sameiginleg, börnin
séu alin þannig upp, að þau skilji ekki orð, eins
og t. d. „leikfangið mitt“, og bafi enga tilfinningu
fyrir eignarrétti, þau séu hjálpsöm og algerlega
laus við ótta. Þórbergur spyr þá, hvort þessir eig-
inleikar muni varðveitast, þegar börnin komi út i
lifið, og forstöðukonan svarar, með fullkomnu vf-
irlætisleysi: „Það held eg“.
Vitanlega er á þessu stigi málsins of snenunt að
fullvrða nokkuð í jiessu efni, en á þessu veltur það
auðvitað, hvort mannkynið heldur sífellt áfram
þeirri iðju sinni, sem íslenzka skáldið lýsir svo vel
i þessari vísu:
Hver vill annars eignum ná,
um einskilding og dalinn
menn eru að þræta og ýtast á,
unz þeir falla í valinn.
Á meðan svo er, og sé þetta í raun rétlri meðfætt
eðli mannsins, ldjóta styrjaldir, ágengni og kúg-
Un allt af að ríkja í heiminum; það geta orðið
liausavíxl á stjórnendum, en allt beldur þó ófram
u sama hátt, ef til vill með dálítið mismunandi fin-
um aðferðum. Indverjinn Krisbnamurti neitar þvi,
að eignarréttartilfinningin sé mönnunum meðfædd,
Kveðja Sovétœskunnar
til hinnar undirokuðu æsku auðvaldslandanna.
Vort unga land! Frá orku þinna stjarna
um heiminn geislar kraftur vits og vilja,
sem vakti okkur til að skapa og skilja
að gróður þinn er blessun jarðar barna.
Vér skulum minnast feðra vorra, er frelsið
með blóði sínu oss til handa unnu,
þeir fórnuðu öllu, sem að kappar kunnu,
svo synir þeirra hættu að bera helsið.
Og aldrei munum við þeim árum gleyma,
er lýstu’ oss út úr aldagömlu myrkri
og leiddu’ oss burt frá hlekkjum hendi styrkri
á braut til nýrra hamingjunnar heima.
Vort unga land! Hér ljóma nýir siðir,
sem djörfung, þrek og rétt til ráða kalla,
í ríki þínu er frelsið fyrir alla,
jafnt bændur, skáld og hermenn, sjómenn, smiði.
Þér æskumenn í öllum heimsins löndum,
við skulum saman sigra öll ríki jarðar;
vor hjartans eldur veginn ykkur varðar.
Allt vinnst, ef æskan tekur sama.n, höndum.
Stælt. Hd. St.
hún sé uppalin í þeim og til orðin af ótta; betur
að svo væri.
Hitt atriðið ræðir Þórbergur í kafla, sem hann
nefnir „Nýtt fólk“. Hann talar um, að á fyrstu ár-
unum eftir bvltinguna hafi allt stefnt að því að
ná sem mestri tækni, véladýrkunin hafi verið svo
mikil, að „Öfgafyllstu véladýrkendurnir voru jafn-
vel á vegi með að líta á vélina sem lifandi vcru
og berra mannsins“. Þetta nefnir Þórbergur tækni-
fyllerí. Það er einmitt þessi véladýrkun, sem liefir
haft mjög óþægileg álirif á mig og sjálfsagt marga
fleiri. Við böfuni óttazt, að maðurinn sjálfur vrði
að lokum að vél, og böfum ekki getað trúað á
menningu, sem stefndi í þá átt. Nú segir Þórberg-
ur, að þetta sé að breytast, og tekur því til sönn-
unar upp kafla úr ræðu eftir Stalin, frá 4. maí nú
í vor. Stalin segir þar, að bið gamla orðtak Ráð-
stjórnarríkjanna, „tæknin fullgerir allt“, verði nú
að breytast og orðtak hins nýja tíma eigi að verða:
„Maðurinn fullgerir allt, er fullgerandi alls“. Verði
haldið ínn á þcssa braut, þá verður ekki liugsað
um það eitt, að þjóðin fái nóg að borða og líði
vel likamlega, heldur hljóta þá andlegar og sál-
rænar þarfir engu síður að verða teknar til greina,
en á samræmingu hins andlega og líkamlega, skyn-
semi og tilfinninga, verður framtíð mannkvnsins
að bvggjast, ef vel á að fara.
7