Sovétvinurinn - 01.10.1935, Síða 12
[Sovétvínurínn j
Geta menn ekki
orðið kapítalistar i Sovétríkjunum ?
Það er svo mikið ritað og rætt um Sovétríkin um all-
an heiminn, með og móti, að skiljanlegt er, að þessi og
likar spurningar eru margoft lagðar fram til svars. í sam-
bandi við þessa spurningu kemur önnur: „Er það satt,
að sovétstjórnin sveigist meira og meira að auðvalds-
skipulaginu?" „Er það satt, að fólk spari saman peninga
og leggi þá á banka, til þess að fá rentur? Og skapast
þá ekki smátt og smátt kapitalistar?" Vegna þerra, sem
hafa áhuga á að vita nokkuð nánar um þetta, er rétt að
skýra nokkuð greinilega frá því, sem menn vita bezt i
þessu efni.
Arið 1934 óx innstæða í bönkum um 400 millj. rúblna,
og var því við árslokin 630 milljónir. Þessi upphæð dreifð-
ist á 19 millj. sparifjáreigendur, þ. e. um 33.5 rúblur á
mann, svo hættan á því, að milljónamæringar skapist af
þessu, er tiltiilulega mjög lítil í Sovétríkjunum. Auðvitað
eiga nokkrir nokkur hundruð eða þúsund rúblur i banka,
en aðrir ekki nema sárafáar, svo að þetta deilist ekki
jafnt á sparifjáreigendurna.
En það, sein allra mesta þýðingu hefir, er að skilja að-
alorsakirnar fvrir auðsöfnun í heiminum. Það hefir aldrei
komið fyrir í sögunni, að mönnum hafi tekizt að verða
auðmenn eða „kapitalistar“ með því að nurla saman at'
vinnulaunum sínum og leggja í banka. Auðmenn verða
menn aðeins með því að „braska“ með verðmæti og láta
Verzlunarfyrirkomulagið í Sovétríkjunum hefir fullkonm-
azt mikið tvö síðustu árin. Verzlunum hefir fjölgað stór-
kostlega og er allur útbúnaður þeirra af nýjustu gerð. —
Myndin sýnir ávaxtadeild einnar verzlunar i Moskva.
aöra menn vinna fyrir sig. Auðmaður getur rnaður aðeins
orðið þar, sem taKmarkaiaus einkaeignarrettur er viöur-
kenndur, en hann er ekki til i þeini skitmngi í Sovét-
rikjunum. Því reyni menn að græöa á braski með eigna-
réttinn í Sovétríkjunum, er þvi haröiega hegnt. Ug meira
að segja, ef það er gert i stórkostlegum mæii, liggur við
þvi dauöahegning.
Nú skulum viö segja, að þú eigir t. d. 5000 rúblur í
banka i SSSK og fáir 5% í rentu, þ. e. 250 rúblur á ári.
Til hvers notarðu nú þessa peninga?
Til ellmnar þarft þú ekki að spara, því þú ert tryggð-
ur fyrir elli. Til þess að kosta þig i sjúkdómum, þarft
þú ekki að spara, þvi þú færð ókeypis: lækníshjálp, með-
ul, sjúkrahúsvist, hressingarhæli, og heldur að aitki 75%
af launum þínum. Til náms þarft þú ekki að spara, því
skólavist er ókeypis.
Þegar æskan kemur úr barnaskólunum, fær hún ókeyp-
is uppihald, klæðnað, fæði, skófatnað og nokkra þóknun,
meðan hún er í framhaldsskóla. Þú getur ekki keypt hluta-
bréf og braskað með þau, til þess að auka auðsöfnun
þina. Þú getur ekki keypt húseignir og grætt á þeim. Þér
eru með öðrum orðum alstaðar bannaðar þessar „lodd-
aralistir kapitalismans“. Það eina, sem þú getur i raun
og veru gert með peninga þina, er að eyða þeim til ein-
hverrar aukinnar gleði eða gagns fyrir þig sjálfan.
Og það er einmitt vegna þess, að menn spara i Sovét-
ríkjunum. Amerískur blaðamaður tók fyrir að spyrja ýmsa
menn í hanka í Moskva, er komu þar með peninga til
innleggs, hvers vegna þeir spöruðu peninga og legðu þá
inn í banka. Sá fyrsti var trésmiður, hann svaraði:
„í haust ætla eg að flytja i nýja íbúð, sem verksmiðja
min hefir látið reisa. Eg hefi enga löngun til að draslast
þangað með gömlu húsgögnin mín, sem eru nú orðin slæm
og úr sér gengin. Við ætlum að fá okkur nýtízku hús-
gögn, sem hæfa nýtízku íbúð.“
Annar sagði (það var bændastúlka, er vinnur sem málm-
smiður) : „Eg ætla mér að læra meira, fyrst ætla eg mér
í „tekniskan“ skóla, vinna síðan um tveggja ára skeið, og
fara þá i háskóla í mínu fagi. Eg þarf auðvitað ekki að
greiða með mér i skólanum, en þar sem eg hefi nú 350
rúblur uin mánuðinn, og þarf ekki að nota það allt, ætla
eg mér að geyma dálitið af þvi, svo eg geti lifað skemmti-
legra lífi, þegar eg fer að „stúdera“.“
Þriðji sagði (áhaldasmiður): „Eg ætla mér að fara eina
ferð til Kákasus í sumar, og spara til þess að eyða því
aftur í þeirri ferð.“
Fjórði sagði (kona, steinsmiður við kúluleguverk-
smiðju) : „Eg hefi ekki ennþá ákveðið, til hvers eg ætla
að nota peningana, en þá, sem eg ekki í augnablikinu þarf
að nota, læt eg í bankann til geymslu, svo get eg alltaf
tekið þá þaðan aftur, þegar eg þykist þurfa þeirra með.“
Fimti sagði (iðnaðarmaður í úrverksmiðju) : „Eg sjiara
peninga fyrir 7. nóvcmber. Þá ætla eg mér að kaupa ein-
hverja fallega hluti handa konunni minni og börnunum.
Sjálfur ætla eg mér að fá mér fallegan bókaskáp, sem eg
þarf nauðsynlega vegna bókaaukningar á heimilinu."
12