Sovétvinurinn - 01.10.1935, Qupperneq 15
[Sovétvinurinnl
Skákþraut nr. 2,
eftir P. Pimenoff (Jaroslawl).
Hvítt: I<f3, Dg(i, He7, Rf6 (4 taflmenn).
Svart: Kh8, Dg8, Bf4, Bf7, (15 (5 taflmenn).
Hvítt mátar í öðrum leik.
Nöfn þeirra, sem senda rétta ráðningu, verða birt í
Sovétvininum.
Lausn á skákþraut nr. 1: 1) Hd4—d7. Þessi sniðugi leik-
ur, þar s'em hróknum er leikið i veð, leiðir til þess, að
hvítt mátar i nœsta leik á mismunandi hátt, eftir þvi
hvernig svart reynir að verjast. Réttar lausnir hafa sent:
Jóhannes Stefánsson, Neskaupstað, Olgeir Friðfinnsson,
Borgarnesi, Kristján F. Friðfinnsson, Vopnafirði, Böðvar
Jónsson, Óðinsgötu 13, Reykjavik, Trausti Árnason, Tjarn-
argötu 16, Reykjavík og Haukur Þorleifsson, Hringbraut
32, Reykjavík. Jóhannes Stefánsson sendi Sovétvininum
ennfremur bréf, þar sem hann þakkar þessa viðleitni okk-
ar til þess að birta eitthvað um skák í hverju hefti, og
hvetur til þess, að Sovétvinurinn veiti lesendum sínum
fræðslu um þessi efni. Sovétvinurinn fagnar þessu vinsam-
lega bréfi og mun leitast við að svara fyrirspurnum bréf-
ritara um skákbækur frá Sovét-Rússlandi i næsta blaði.
Moskva-Yolga-skurðurinn.
Nokkur hluti af hinum mikla Moskva-Yolga-
skurði, sem verið er að grafa, var tekinn til notkunar
18. sept. Þessu geysilega mannvirki verður lýst síðar
hér í hlaðinu.
Kennarar til Sovétríkjanna.
Sökum sívaxandi áhuga uppeldisfræðinga fyrir
skóla- og uppeldismálum í Sovétríkjunum, gengst
ferðafélagið „Intourist" í Stokkhólmi fyrir sér-
stakri ferð til Rússlands í jólafríinu fyrir kennara
og áhugamenn í skólamálum.
Farið verður frá Stokkhólmi 26. des. og komið
þangað aftur 9. janúar að morgni. Dvalið verð-
ur i Leningrad í 4 daga og Moskva í 6 daga. Auk
hinnar venjulegu ferðaáætlunar, gefst hópi þess-
um tækifæri til þess að kynnast barnaheimilum
og „menningarhúsi barna“ í Leningrad. Einnig
verður þar komið í stofnunina: „Verndun fyrir
mæður og börn“.
í Moskva verður skoðuð hin þekkta uppeldis-
stofnun fyrir listhneigð börn, ungherj aheimili,
verkamannaklúbbar, fyrirmyndarskóli (mönster-
skole) fyrir byrjendur, uppeldisfræðistofnunin
„Bubnov“, verkamannaháskóli og ýmsir æðri
skólar.
Einnig mun verða komið i barnaleikhúsið.
Kostnaður allur frá Stokkhólmi og þangað aft-
ur, reiknað með 3. klassa ferð á járnbraut og 2.
klassa á skipi (Stockholm—Ábo), matur, gistihús
og ferðalög í Sovétríkjunum, verður i sænskum
krónum 280.00.
Leiðheinandi verður hinn alkunni kennslumála-
frömuður Svia, Ruben Wagnsson.
Sovétvinurinn vill vekja athygli lesenda sinna á
augl. hér í blaðinu um Teikniskólann.
Hér er um þá kennslu að ræða, sem veitir ekfci
að eins nothæfa kunnáttu og þroska á listræmun
sviðum, heldur einnig gleði og ánægju.
I tómstundunum er gott að iðka teiknun, mótun í
leir eða meðferð lita, því það kostar lítið sem ekkert
en veitir hollari og betri skemmtun en flest annað.
Blaðið hvetur því fólk og ekki sízt unglinga til
þess að sækja slíka kennslu.
TEIKNISKÓLINN
hefst í október. Kennd verður fríhendisteikning, perspektiv,
meðferð á vatns- og’ olíulitum. Einnig að móta í leir.
NÝTlZKU KENNSLUAÐFERÐIR.
MARGSKONAR FYRIRMYNDIR (lifandi model).
Upplýsingar hjá Marteini Guðmundssyni, Þingholtsstræti 14.
Sími 4505 frá kl. 12Á2-—og eftir kl. 8 e. li.
marteinn GUÐMUNDSSON. björn björnsson.
N.B. Sérstakt, ódýrt námskeið fjrrir börn innan fermingar-
aldurs — teiknað og mótað í leir.
k
ESENDUR!
Kaupið MÚ8IKVÖRUR og
LEÐURVÖRUR
í
HLJÓÐFÆRAHÚSINU
Bankastræti 7, simi 3656
og
ATLARÚÐ
Laugaveg 38, simi 3015
15