Sovétvinurinn - 01.12.1935, Blaðsíða 4

Sovétvinurinn - 01.12.1935, Blaðsíða 4
[Sovétvinurinn] Rússneskir hljómlistarmenn eftir dr. Franz Mixa. Dr. Franz Mixa, sem er allra manna kunnugastur rússneskri hljómlist, hefir lofað Sovétvininum nokkr- um greinum um þetta efni. Hér birtist sú fyrsta. I. Michael Glinka. Michael Glinka (1804—1857) er oft nefndur „fað- ir hinnar rússnesku hljómlistar“. Á þeini tímum, þegar aðrar þjóðir höfðu mörg frjósöm stíltíma- bil á sviði hljómlistar að haki sér, byrjaði fyrst hljómlistin i Rússlandi að fá sérkennilega mynd. I Niðurlöndum lauk árið 1594, með dauða snill- ingsins Orlando Lasso, hljómlistarstefnu, sem þeg- ar hafði þróazt um 200 ár. Italinn Palástrina, sem lézt þetta sama ár (1594), hafði komið ítalskri kórmúsik á ákaflega hátt stig. Á 17. og 18. öld þróaðist líka i Þýzkalandi, Englandi, Frakklandi og ítaliu auðugt hljómlistarlif. Snilldarverk J. S. Bachs voru skrifuð um 100 árum áður en Glinka kom fram. Beethoven hafði þegar (i siðari verk- um sínum) brotið form klassiska skólans (Haydn, Mozart), sem hann hafði sjálfur vaxið upp við. Rússneska hljómlistin hafði aftur verið algjör- lega óræktaður akur. Að vísu nær saga rússneskra þjóðlaga og rússneskrar kirkjuhljómlistar langt aftur í tímann, en liafði fram á 19. öld enga þýð- ingu fyrir hina veraldlegu „kunstmúsik“. Og það var ekki fyrr en Glinka kom til sögunnar, að kom- izt var að raun um, hver óþrjótandi auður þar lá falinn. Bússneska kirkjumúsik má rekja allt aftur til 9. aldar og þjóðlög Rússa má meira að segja rekja til hinnar gráu forneskju sagnanna. Þau eru eldri en rússneska ríkið, sem nokkrir slaf- neskir þjóðflokkar mynduðu á 9. öld. Þegar á 6. öld segja byzantiskir rithöfundar frá herteknum Slöfum, sem að visu gátu ekki farið með vopn, en léku snilldarlega á „Gusle“, elzta rússneska hljóðfærið, sem hefir haldizt í notkun í meir en 1000 ár hjá hinni „músicerandi“ rússnesku þjóð. En þar eð kirkjufeður og keisarar öldum saman lögðu blátt bann við allri hljómlist utan kirkjunn- ar múra, gat hin veraldlega hljómlist (þessi „Teufelsspuk" og þessi ,,Fleischeslust“) ekki náð neinum þroska. (Árið 1636 voru 50 vagnhlöss hljóðfæra hátíðlega brennd í Moskva). Og vegna hins nána sambands við hinar kirkjulegu „cere- moníur“ liélzt kirkjumúsikin i hinu eldgamla formi sinu, — alltaf eins. Á stjórnarárum Péturs mikla og drottninganna Önnu, Elísabetar og Katrínar II., var að vísu tals- vert músiklíf í Rússlandi, en þar voru á þcssu sviði aðallega ítalir og itölsk hljómlist yfirgnæf- andi. Og þannig hélzt það, þar til Glinka árið 1836 kom fram með fyrstu óperu sína, „Das Leben fur den Zaren“ (Lífið fyrir keisarann). List Glinka, sprottin úr rússneskum jarðvegi, kröftug og sérkennileg, reis upp á móti hinni sætu melodik Itala — og náði fram til sigurs eftir mikla baráttu. Yfir liinni forn-rússnesku kirkjumúsik livílir töfrablær aldagamalla kirkjutóntegunda, sem hin- ir gömlu Byzantsbúar og Grikkir léku. Glinka vann að þvi alla æfi, að grafa upp þessa fjársjóði og gefa þeim listrænan búning. Honum liefir þó tekizt að vernda anda hinnar rússnesku „þjóðmúsik“, og er þannig brautryðj- andi þjóðarinnar á sviði tónlistarinnar. Vísindastofnun, sem býr til rigningu. Turkmenistan er land hins skýjalausa himins. Frá því í marz og fram í nóvember kemur þar varla dimmviðrisdagur, og aldrei sést þá ský á lofti. Rigningar koma þar aðeins litils háttar á vetrum. í hitabeltisloftslagi Mið-Asiu eru öll lífs- skilyrði, ef vatn fengist nægilegt. Þar, sem er gnægð vatns, er einnig líf, þar sem hins vegar ekki er til vatn, getur ekkert lifandi haldizt við. í Turkmenistan er tilfinnanlegur vatnsskortur. Þjóðirnar í Mið-Asíu hafa um allar aldir staðið i stöðugum deilum og orustum um vatnslindirnar. Vegna legu landsins og loftslagsins fær landbún- aðurinn i Turkmenistan ekki annað vatn en það, sem náð er með áveitum úr hinum fáu lindum og fljótum. En þær lindir, sem til eru frá náttúr- unnar hendi, eru svo fáar og smáar, að vatnsskort- urinn er vanalega Þrándur i Götu hinnar eðlilegu þróunar í þessu sovétlýðveldi Asíu. Það var einmitt þetta sérkennilega loftslag í Turkmenistan, sem var orsök þess, að ráðizt var í að koma á fót hinni merkilegu vísindastofnun í höfuðborg landsins, sem á engan sinn líka undir sólunni; stofnun, sem á að húa til rigningu. Það eru, enn sem komið er, aðallega þrjú við- fangsefni, sem stofnunin glímir við. Það fyrsta er að framleiða þoku og ský, og er 4

x

Sovétvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.