Sovétvinurinn - 01.12.1935, Blaðsíða 11

Sovétvinurinn - 01.12.1935, Blaðsíða 11
[Sovétvinurinn] Nýjustu fregnir. Kalinin sextugur. Hinn 20. nóv. siðastl. varð Kalinin, forseti Sovét- lýðveldanna, sextugur að aldri. 25 ára dánarafmæli Leó Tolstojs var minnzt í Sovétríkjunum með miklum Iiátíða- höldum 20. nóv. síðastliðinn. Verk hans voru gefin út í nýrri útgáfu í 570.000 eintaka upplagi. Fjöldi ritgerða hirtist um hið fræga skáld. Leikhúsin sýndu Tolstoj-leikrit, fyrst og fremst leikritið, sem sam- ið hefir verið eftir „Anna Karenin". Vaxandi eftirspurn. Vegna uppgangs samyrkjubúanna hefir eftir- spurn eftir öllum mögulegum hlutum léttaiðnað- arins einnig vaxið. Moskvahlöðin skýra frá því, að samyrkjubúin i Ivanovohéraðinu geri nú stór inn- kaup á bílum, ýmsum smærri vélum og húsgögn- um, þ. á m. 150 minni vélum fyrir samyrkjubúin, 120.000 rafleiðslum og tilheyrandi rafmagnshlut- um til þæginda fyrir heimilin. Þetta hérað hefir pantað 110 flutningahíla, 0000 reiðhjól, 1500 veiði- byssur, fjölda grammófóna, viðtækja og hljóðfæra. I samyrkjubúunum i Orenburg hafa menn pantað 44 mótorhjól, 7100 reiðhjól, 1500 vasaúr, 61.000 grammófóna, 2640 veiðibyssur, 12 píanó, 950 flutn- ingabíla, 50.000 metra af vaxdúk og margt fleira. Peningaskipti. Sovétstjórnin hefir ákveðið að verzlunarfyrir- tækin „Torgsin“ verði smátt og smátt lögð niður, og 1. febr. 1936 verði þau að fullu liætt að starfa. „Torgsin“ eru þau verzlunarfyrirtæki, þar sem að- eins voru seldar vörur fyrir erlenda peninga, og góðmálma. Jafnframt hefir miðstjórnin lagt svo fyrir, að ríkisbankinn skipti erlendum peningum og rúblum, á þeim grundvelli, að 3 frankar komi í stað 1 rúblu og önnur erlend mynt eftir þessu. - azt, að hann skilji hina samvirku hugsjón okkar tíma og krvöfur byltingarinnar. En nú er enginn tími til sjálfshóls, heldur aðeins til sjálfsgagnrýni, til hugsunar og til starfs. Hinni ógurlegu einangrun rithöfundanna, sem borgaralegir rithöfundar fá svo mjög að reyna, hefir verið algjörlega útrýmt í Sovétríkjunum. Rithöf- Undurinn lifir í nánu sambandi við fólkið, og fólkið er i ennþá sterkara sambandi við rithöfundinn og verk hans. Lifandi sönnun þess eru þær áköfu um- ræður í verksmiðjunum, sem ég var sjálfur marg- sinnis vitni að. Þessi ákvörðun er geysilega merkileg, og sýnir fyrst og fremst, hve sovétrúblan og gengið er fast og tryggt. 6500 nýjar rannsóknarstöðvar. Sovétsamyrkjubúin hafa mjög unnið að þvi að fjölga rannsóknarstofum í sambandi við aukna mjólkur- og ostaframleiðslu. I Ukraine hefir ver- ið komið á stofn nú alveg nýlega 6525 slíkum stofn- unum. Kharkov- og Kiev-liéruðin hafa sett sér það, að slíkum rannsóknarstofnunum verði komið á við hvert einasta samyrkjubú í héruðunum. Skattar. Árið 1934 voru ríkistekjur Sovétrikjanna um 49 milljarðar rúblna. Er það eftirtektarverðast, að aðeins 5% af þessum tekjum, eða 2 milljarðar og 546 milljónir rúblna, voru skattar. Næsti Sovétvinur, sem kemur út í byrjun febrúar, flytur aðallega greinar um Stachanoff-hreyfinguna. Það er svo stór- kostlegt mál, að allir þurfa að kynnast því ræki- lega. Sovétvinurinn svarar fúslega öllum fyrirspurn- um, sem menn kynnu að vilja senda í samhandi við þetta. Bezta öryggi hverrar fjölskyldu er liftrygging í ANDVÖKU Munið petta og dragið ekki að líftryggja yður. Eg undirritaður óska að gerast kaupandi að Sovétvininum frá áramótum Í936, Nafn ...................................... Heimili ................................... 11

x

Sovétvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.