Sovétvinurinn - 01.12.1935, Blaðsíða 6

Sovétvinurinn - 01.12.1935, Blaðsíða 6
[Sovétvinurinn] rata eftir. Öll þessi tæki og hver einasti nagli í vél- inni eru rússneskt verk. Vélin er einþekja lir sterk- um, léttum málmi með 950 hestafla mótor, bara ein- um; þríblaða skrúfu og undirbyggingu, sem hægt er að draga upp í vélina, til þess að minnka mótstöð- una á fluginu. Flugvélin var teiknuð og smíðuð á aðalflugvélasmíðastöðinni í Rússlandi. Allt fyrir- komulag hennar er af fullkomnustu og hagkvæm- ustu gerð. Loftskeytatækin ná sambandi yfir 9000 km. vegalengd, en vega þó ekki nema 39 kg. Klefinn er hitaður upp. Við ætlum okkur að fljúga í suinar- klæðnaði! Þó höfum við með okkur skinnklæðnað, lítinn bát, byssu, vistir til hálfs annars mánaðar, eldsneyti til 80 tima flugs, og ýmsan annan útbúnað. Og til þess að þola flug í mikilli hæð höfum við súr- efnistæki. Við leggjum af stað í þetta hættulega flug i fullu trausti þess, að ])að heppnist. Og jafnframt útbúum við okkur þannig, að geta mætt allskonar erfiðleikum. Ef við verðum neyddir til þess að lenda á hafinu, sekkur vélin ekki, sé sjógangur ekki því meiri. En að lenda á ísnum verður miklu erfiðara og hættu- legra. Við erum þrír, og allir höfum við fallhlífar. Ekkert af þessu kemur til greina nema í neyðartil- fellum. Við treystum mikið á vélina og okkur sjálfa. Annar flugmaður á vélinni verður Georgi Baidukoff, og sem stýrimaður Viktor Levtsjenko. Við höfum undirbúið okkur undir þetta flug i marga mánuði. Við höfum flogið mikið, reynt flugvélina og æft okk- ur á allan hátt. Sérstaklega höfum við æft blindflug. Við höfum rannsakað hættuna við isinguna og æft okkur við að stýra vélinni i allskonar veðurfari, regni, þoku, myrkri, roki og þrumuveðri. Nú munuð þið kannske spyrja: Hversvegna viljið þið fljúgayfir Norðurpólinn til Ameríku? Fyrst og fremst vegna þess, að við viljum reyna að fljúga stytztu leiðina milli Evrópu og Ameriku. Frá Moskva til San Fran- cisko yfir Atlantshafið eru 14 þús. km. Og yfir Kyrra- hafið 18 þús. km. En yfir íshafið og Norðurpólinn ekki nema 10 þús. km. Ennfremur viljum við gera veðurfarsrannsóknir t. d. um hæð og eðli skýjanna. Ef til vill má takast að fiá að vita eitthvað meira um landið, og eðli og ásigkomulag ísbreiðanna. Við höld- um á stað með hugsunina um okkar fagra og góða föðurland. Við fljúgum fyrir það, og framför mann- kynsins. Við erum hreyknir af þvi, að föðurland okk- ar hefir trúað okkur fyrir að leysa þessa þraut; og við leggjum alla okkar krafta og vit fram að vinna þetta verk með heiðri og sóma. — H. S. N. þýddi. Þeir kaupendur Sovétvinarins, sem skulda hann fyrir síðasta ár, eru minntir á að greiða hann fyrir 1. febrúar næstkomandi, því annars fá þeir blaðið ekki sent. Erich Wagner: Traktor gefins. Eg varð að yfirstíga margar hættur og hindranir áður en eg fann hann við vinnu sína. Það er enginn hægðarleikur að finna ákveðinn mann í tröllaukinni traktoraverksmiðju, scm er stærri að ummáli en litil borg. Leið mín lá um óteljandi ganga, þar sem dragreið- ar drógu á eftir sér halarófur af flutningavögnum, fram hjá risavöxnum smiðjuhömrum, sem hristu grundina tneð hverju liöggi. í steypusalnum fékk eg ofbirtu í augun af að horfa á liinn glóandi málm, svo að eg var næstum orðinn undir traktor, þegar eg gekk inn í næstu deild. Hann var nýskapaður og ruddi sér braut út í lifið mcð braki og brestum. Loks sat eg með vini mínum i einu horni borðsal- arins, sem var þéltsettur blómum skreyttum borð- um. Hvers vegna hafið þið gefið traktorinn? Hann liorfði undrandi á mig: Nýjasta samyrkjubúið okkar, sem stendur undir vernd okkar, hefir fengið traktorinn. Nú, hann er eins konar tannfé, sagði cg, Nei, en i sumar þegar uppskeran byrjaði, vorum við margir félagar i sumarfríinu á samyrkjubúinu. Við hjálpuðum til við vinnuna, sýndum samyrkju- bændunum, hvernig þeir áttu að fara með vélarnar og kenndum þeim að gcra við smærri hilanir iá þeim. Á kvöldin ræddum við á mcnningarheimilunum um næstu verkefnin, framtíðina og liðna tímann. Samyrkjubúið var mjög ungt, en hafði mikið land til umráða, frjóa akra og engi. Svo byrjuðu örðug- leikarnir. Margt ungt fólk hafði farið til borgarinn- ar til þess að vinna þar, og vinnukrafturinn á sam- yrkjubúinu var orðinn of lítill. Öll okkar framleiðslu- ver eru eins og svampur, sem difið er í vatn, þau fá Danzæfingar verkafólks í verksmiðju í Leningrad. 6

x

Sovétvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.