Sovétvinurinn - 01.12.1935, Blaðsíða 3

Sovétvinurinn - 01.12.1935, Blaðsíða 3
[Sovétvinurinn] Stachanoff-hreyfingin. Hin nýju afköst verkafólksins í 80vétpíkj unum. Undanfarið hafa verið að gerast i Ráðstjórnar- ríkjunum nýir viðburðir, sem vekja athygli alls heimsins og eru upphaf að nýju tímabili i þró- unarsögu sósíalismans. Hvað nú? Ár eftir ár hefir hver nýjungin rek- ið aðra, hver sigurinn risið af öðrum. Hvað get- ur enn gerzt svo stórkostlegt? Ekkert einfaldara. Verkamaður i kolanámu i Donbass, Stachanoff heitir hann, fer að hrjóta heilann um það, hvorl liann geti ekki afkastað meiru en venjulega með loftþrýstihamri sínum. Meðaldagsverk með sex tima vinnu var að losa 7 tonn. Stachanoff og fleiri höfðu oft komizt töluvert hærra, upp í 14 og jafn- vel 18 tonn, en hann var ekki ánægður með þetta. Var ekki hægt að koma betra skipulagi á vinnuna, afkasta ennþá meiru? Það hlaut að vera, hann vildi reyna. 30. ágúst síðastliðinn fór hann niður i nám- una, sinn sex stunda tíma, og ætlaði nú að reyna nýjar vinnuaðferðir og vita, livað komast mætti. Hann vann tæpa sex tíma, og það lágu eftir hann: 102 tonn. Þessu trúir enginn maður. Augnablik. Margir verkmenn i námununum ætl- uðu heldur ekki að trúa þessu fyrst í stað. Staclia- noff varð að endurtaka afköst sín. En ekki liðu nema fáir dagar, að aðrir fóru fram úr þessu meti. Einn hjó 115 tonn, annar rétt á eftir 125, og Stacha- noff sjálfur nokkru seinna 175. Það met stóð held- ur ekki lengi, nýr maður komst upp i 227 og ný- lega hefir Artjuchoff höggvið 536 tonn, með starfs- hóp sínum. Ofurmenni? Þrældómur? Engin ofurmenni, námumenn i sameignarskipu- lagi, þar sem framtak einstaklingsins fær að njóta sín, sjálfstæðir verkamenn með sjálfstæðar liugs- anir; og vinna til hagsmuna fyrir sjálfa sig. Þeir eru óþreyttari að kvöldi en þú. En þetta eru einstök dæmi. Einstök dæmi! Þegar lieyrðist um afrek Stacha- noffs á sykurrófnaökrunum við Kiev, i bilaverk- smiðjunni í Gorki, i traktorverksmiðjunum i Ivliar- kov og Stalingrad og út um allt Rússland, þá reis upp liver afkastamaðurinn af öðrum, sem tvöföld- uðu, fjórfölduðu, sexfölduðu afköst sín. Það reis afkastaalda í landinu: liin nýja Stachanoff-hreyf- ing. Afrek Stachanoffs kveikti livert afrekið af öðru i flestum greinum iðnaðar og búskapar. Stachanoff-hreyfingin vex óðfluga. Fyrst voru það tugir, síðan hundruð, nú þúsund, sem taka þátt i henni. 10. nóvember var haldin ráðstefna 500 sam- yrkjukvenna, sem sérstök afköst höfðu unnið í syk- urrófnarækt. Þar er María Demtsjenko fremst allra. Hún ræktaði 523 tunnur á hektara, þar sem með- aluppskeran hafði áður verið 60—85 tunnur. 18. nóvember var haldin ný ráðstefna, þrjú þúsund afkastamanna úr Stachanoff-hreyfingunni. Hún var haldin í Kreml. Fyrstu framsöguræðuna flutti Stachanoff. Síðan töluðu verkamennirnir hver af öðrum, og aðalfulltrúar stjórnarinnar, þ. á m. Stal- in. Þessi ráðstefna var stórmerkileg. Þar var met- ið gildi hinnar nýju hreyfingar og gerðar ráðstaf- anir til margaukinnar útbreiðslu hennar. í næsta Sovétvini verður skýrt rækilega frá þessum sögu- lega viðburði. Það, sem gerzt hefir, er í stuttu máli þetta: Ný afkastaalda er risin, sem að vísu er ekki svo út- breidd ennþá, að hún hafi heildaráhrif á fram- leiðsluna, en hlýtur strax á næsta ári að flýta fram- kvæmd áætlunarinnar geysilega. Hinn nýi verka- lýður sósíalismans, er finnur velmegun sina vaxa, kraftana stælast, og náð hefir tækninni og visind- unum á vald sitt, sprengir af sér öll norm eða mál, sem venjuleg afköst lians hafa miðazt við, þau eru honum ekki framar eðlileg, liann sækir lengra fram. 3

x

Sovétvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.