Sovétvinurinn - 01.12.1935, Blaðsíða 8

Sovétvinurinn - 01.12.1935, Blaðsíða 8
[Sovétvinurinn] Sipr samyrkjubúskaparins. Stórvirki landbúnaðarins má án efa telja með stærstu árangrum þjóðarbúskaparins í Sovétrikj- unum á þessu ári. Ástand landbúnaðarins liefir batnað, starfið á samyrkjuökrunum og á ríkisbú- unum er framkvæmt jafnar og skipulagðar en nokkru sinni áður, eins og stórrekstri með ný- tízku vélaútbúnaði sæmir. Það er sannanlegt, að Sovét-landbúskapurinn er sá fullkomnasti um all- an heim. Notkun véla. Það, sem sérstaklega einkennir ástand Sovétbú- skaparins, er aukin, víðtæk vélanotkun, og ágæt- ur, nýtizku vélaútbúnaður á ríkis- og samyrkju- búunum. Árið 1932 — við byrjun annarar 5-ára-ætl- unarinnar — voru aðeins til 50.000 traktorar i Sovétlýðveldunum. Nú þegar vinna 350.000 trakt- orar á samyrkjuökrunum, sem taka yfir 104 mill- jónir ha. Það er um 12 sinnum fleiri traktorar en t. d. í Þýzkalandi, þar sem sáðflöturinn er 42 milljónir ha. Tækniframför landbúnaðarins kemur líka greini- lega fram í fjölda fjölerðanna.1) Samkvæmt annari fimm-ára-áætluninni áttu samyrkjuakrarnir að hafa til umráða 100.000 fjöl- erða árið 1937. Frá 1930 til 1934 voru búnir til 1) Jarðyrkjuvél, sem vinnur mörg verk (combine). Eftir J. Paulsen. n:, . k; . j■ ■ : - samtals 30.774 fjölerða í verksmiðjum Sovétríkj- anna: nú eru til yfir 55.000 fjölerða, þ. e. nærri jafnmikið og í Bandaríkjunum, heimalandi þess- arar vélar. Amerísku afköstin nærri fimmfölduð. Hér víð bætist eftirfarandi: Árið 1933 afkastaði liver traktor lil jafnaðar 363 ba. Á þessu ári voru afköstin sett á áætlun- ina upp í 445 ha. Það hefir verið komizt fram úr þessari áætlun í mörgum héruðum Sovétríkj- anna. Þar með voru amerísku afköstin, sem eru 90 ha. á ári á traktor, fimmfölduð! Svipað er að segja um afköst fjölerðisins Árið 1934 voru jafnaðarleg afköst fjölerðis'iu^ 114 lia. Á þessu ári komust afköstin upp í 236.8 ha. til jafnaðar um öll lýðveldin, þ. e. 122.8 lia meira. Síðustu árin hafa gefið ríkulegasta uppskeru. Eins og við var að búast, varð afleiðingin af þessari algerðu breytingu á landbúnaðinum, að framleiðslan jókst meira en nokkurn bafði grun- að. Uppskeran varð meiri á síðasta ári um öll Sovétríkin heldur en síðustu árin til jafnaðar. Árið 1934 uppskáru samyrkjubúin 4196 millj. Uppskeruvinna á samyrkjubúi.

x

Sovétvinurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sovétvinurinn
https://timarit.is/publication/237

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.