Alþýðublaðið - 21.03.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 21.03.1965, Blaðsíða 7
Hin fræga síldarflokkunarvcl. ALÞÝÐUBLAÐIÐ hefur hitt að máli Gísla H. Friðbjarnarson, framkvæmdastjóra Stálvinnsl unnar hf. og varpað fram við hann nokkrum spurningum varð andi hina nýju tollalækkun á fisk iðnaðarvéium og sitthvað fleira um íslenzkan iðnað. — Er ekki ykkar aðalverkefni smíði á fiskiðnaðarvélum? — Það má segja það, en við höfum líka smíðað mikið af plast- mótum og hverjum þeim stöns- um, sem til falla. — Kom það sér ekki illa fyrir ykkur, þegar Alþingi lækkaði tolla á fiskiðnaðarvélum erlendis frá? Hvað viltu segja um þær ráðstafanir? —■ Það má helzt um þær segja, að það sætir furðu að þær skuli ekki hafa verið gerðar löngu fyrr. Ég skil ekki það viðhorf að láta það viðgangast að fiskiðnað urinn þurfi að greiða háa tolla af vélum, sem eru aðaltækin við gjaldeyrisöflun þjóðarinnar. Það var mál til komið að leiðrétting fengist á því. Að það getur kom- ið hart niður á Stálvinnslunni er auðvitað annað máj. Verst er nátt úrlega það, að við erum áfram látnir greiða háa tolla af því efni, sem við notum til smíðinn- ar, allt að 30-35%. Það finnst okkur auðvitað mikill ójöfnuður, nái ekki nokkurri átt. Slíkar að- gerðir þættu lélegar á íslenzku bóndabýli. Það getur naumast talizt eðlileg ráðstöfun að færa niður slíka tolla alveg fyrirvara- laust. Þetta þarf eins og annað að hafa sinn tíma og gefa fyrir- tækjum sæmilegan frest, þegar um svo stórt mál er að ræða. SUPA-MATIC HANBKLÆHASKÁPARNIE ERU Hreinlæti á snyrtiherbergjum er bezt tryggt meS SUFA-MATIC handklæðaskáp. Bezt — Ódýrast — Engar ruslakörfur. SUPA-MATIC fyrir veitingastaði, verzlanir, verkstæði, skóla, skrifstofur. Alls staðar þar sem hreinlæti er í heiðri haft. Borgartúni 3. — Sími 172G0 — 17261 — 18350 Þörf þar þjóðin þvær sér hreint, sterilserað, mjúkt tauhandklæði fyrir hendi. Haraldur Haraldsson við hina nýju hausunarvél sína. VÉLARNAR TOLLF RJÁLSAR, EN EFNI í ÞÆR TOLLAÐ — Hvaða vélar hafið þið aðal- lega smíðað? — Það má segja, að mest hafi farið fyrir síldarflokkúnarvélinni, sem er íslenzk uppfinning, gerð af Haraldi Haraldssyni meðeig- anda og aðalverkstjóra Stálvinnsl unnar. Einnig höfum við smíðað síldarflökunarvélar eftir norskri fyrirmynd. Og nú síðast er verið að fullgera hausunarvél fyrir þorsk. — Er síldarflokkunarvéiin kom in víða? — Hér á Suðvesturlandi má segja að hún sé í hverri verk- unarstöð og frystihúsi. Eins var reynt að koma vélum til Austur lands s.l. sumar, eins og mögu- legt var, og hefði söltunin þar eflaust orðið önnur, ef vélanna hefði ekki notið við. — Hvað um fjármagn ti) þess- ara framkvæmda? — Það hafa verið miklir erfið- leikar á útvegun fjár, og má það heita furðulegt að ekki fæst nægi legt fé til slíkrar framleiðslu. Vélvæðing í fiskiðnaðinum er þó óumdeilanlega mikil nauðsyn, bæði sakir manneklu og ekki síð- ur hins að allt þarf að gera til að lækka framleiðslukostnaðinn. Við hefðum ekki komizt langt, ef Iðnaðarbankinn hefði ekki hlaupið drengilega undir bagga. Eins hefur Landsbankinn nú greitt götu okkar. — Hvað er annars um iðnað að segja almennt? — Mig satt að segja furðar á skipulagsleysinu í ráðstöfunum stjórnarvalda í málum iðnaðar- ins. Nær allar iðnaðarvörur eru settar á frílista, en iðnfyrirtækj- um gert erfitt um vik, enginn fyrirvari settur og yfirleitt má segja að allar aðgerðir séu handa hófskenndar. Fyrir nokkru þótti það nauðsynleg ráðstöfun, og eP það enn-, að láta kanna hvar þörf- in væri mest fyrir smærri iðnaf) til þess að vissir landshlutar yrðu ekki afskiptir um atvinnumögu- leika suma tíma árs. Svo mikiíj var talið við liggja að þingskipuff nefnd var sett á laggirnar til þess að semja tillögur til úrbóta. En nú er svo komið, að þau fyrir- tæki, sem fyrir eru, fá varla hjarað sakir óeðlilegs innflutn- ings á ýmsum. vörutegundum, sem við getum framleitt eins vel og hver önnur þjóð. Það er allt gott í hófi — eins er með frjáls- ræði — það er gott á meðan þafí skaðar ekki. Fyrir nokkrum ár- um var það tízka að kaupa tog- ara handa þorpum og kauptún- um, er ekki gátu einu sinni mann að skipin, hvað þá gert þau út að öðru leyti. Og nú á að leggja flestan iðnað niður og mynda aðra tízku; stóriðjuna. HvafS hyggst ríkisstjórnin gera við þaf) fólk, sem missir atvinnu, ef veru lega er þrengt að iðnaðinum? Hvað um allar milljónirnar, seni búið er að festa í byggingum og vélbúnaði þess iðnaðar, «em ml á í vök að verjast. Það færi bet- ur að íslenzka þjóðin sæti sem lengst við jafn gilda gjaldeýris- sjóði, sem okkur er tjáð af vitr- um mönnum að hún geri nú. En hvað svo, ef lindin þornaði? A þá aftur að fara að koma þeinv verksmiðjurekstri í gang. sem nú virðist muni eiga örðugt upp- dráttar eða leggjast niður? — Væri ekki hyggilegra sð fara með löndum og sjá, hvort drottinn verður öll ár jafn gjaf- mildur á afla og gæftir og vcrið hefur. Vinnuvélar til íeigu Leigjum út litlar rafknúnar steypuhærivélar o. m. fL LEIGAN S.F. Sími: 23430. PfanósíiIIingar og viðgerðir GUÐMUNDUR STEFÁNSSOI* hljóðfæraverkstæðl. Langholtsvegi ðl. Slml 3 60 81 milll kl. 10 og M. ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 21. marz 1965 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.