Alþýðublaðið - 21.03.1965, Side 10
liiiauiDimBniiiiMnnnnnniininnMuiDMcii
SAMBANDSRÁÐ
Sambands ungra jafnaðarmanna kemur saman til fundar í Félagsheimilinu
RÖST á Akranesi laugardaginn 3. apríl n. k. Standa fundir þess þann
d'ag og sunnudaginn 4. apríl. Dagskrá fundarins verður nánar tilkynnt með
bréfi. Sambandsráðsmenn og aðrir sem setu eiga á fundinum eru eindregið
hvattir til að sækja fundinn vel og stundvíslega.
Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu SUJ í Alþýðuhúsinu,
Reykjavík.
Stjórn Sambands ungra jafnaðarmanna.
lll![lil!illl!i'úfiIlltil1llll!l!!!!llll!i!!l!!l][!il!!lll!l!llll!l!l!!l!!!!l!i!!!llllllllll!l!lll!!ll!lllllII1!ll!llllllIIlllll!lllll1IBl!!!lliI!llllllllll,llllll!llllllllllllll!llllllllllllli!l!ll!:!i!!IIIJ!!!!!lllll!lll3!!!:illjl>lllllll!l!!ll!!lllll!!!l!!ll!!!l!l!:!!!!l!!l1!II!l11l!l!IIIIIIIIIIIIIIIJIIIIIIIIIIIIIIII!ill>IU!!D
Hjartasjúkdómar
/ Framhald af 5. síðu.
bjaérg frá Kaupmannahöfn, dr.
V. Kallio frá Finnlandi, prófess-
or Sigurður Samúelsson, dr. O.
Galtung Hansen frá Osló og dr.
B. Hood frá Gautaborg. Meðal
þeirra sem stjórnuðu umræðun-
um voru dr. S. Humerfelt frá
Bergen, próf. B. Lendtman frá
Helsinki og dr. K. H. Oleson
frá Kaupmannahöfn.
Shakespeare
Framh. af 5. síðu
"ingamar 695, á íslandi 118 og
• í Noregi 650.
• Shakespeare var þýddur 207
sinnum og Biblían eða hlutar
hennar 181 sinni. Lenín var í
þriðja sæti með 148 þýðingar.
Arið 1962 var röðin þannig: —
Biblían 221, Krústjov 204, Len-
in 182.
Tolstoi er nálega alltaf mest
þýddur allra skáldsagnahöf-
unda. Árið 1963 var hann þýdd-
ur 94 sinnum. John Steinbeck
var þýddur 93 sinnum og Jules
Verne 84 sinnum. Nóbelsverð-
launahöfundar eru mikið þýdd-
ir. Verk eftir Jean-Paul Sartre
voiut þýdd 45 sinnum, þó hér
sé um að ræða árið áður en
honum voru veitt Nóbelsverð-
launin.
Kvenskórnir
Framh. af bls. 3.
Skór með innleggi eru oftast
óþarfir. Þeir veikja fótinn,
vegna þess að vöðvar þeir, sem
eiga að halda fóthvelfingunni
uppi( eru sviptir hlutverki sínu
og rýrna vegna skorts á þjálfun.
Þegar einhver fatnaður kemst
í tízku, er ekki að því spurt,
hvort hann afskræmir eða skað
ar líkamann eða ekki. Enski
læknirinn R. T. Payne segir
réttilega:
„Ef farið væri eins ómannúð
lega með dýrin og nú er farið
með fæturna á kvenfólkinu
vegna skótízkunnar, myndu öll
mannúðarfélög og dýraverndun
a(rfélög landsins rísa upp til
mótmæla."
En þegar tízkan er annars
vegar, tjóar lítt að reyna að
ráða fólki frá því að nota þessa
skaðlegu skó. Því er ekki sinnt.
En við læknar megum ekki
þegja, jafnvej þótt okkur takist
ekki að finna nema einn og
einn mann eða konu sem tek-
ur eðlilega og heilbrigða fætur
fram yfir móðins skó. Okkur
á líka að geta heppnazt að fá
skynsama skóframleiðendur til
að búa til fallega skó, sem
skemma ekki fótinn. Slík sam-
vinna hefir jafnvel borið þann
árangur, að í Þýzkalandi er nú
farið að framleiða slíka barna-
skó.
Um menntun
Framh. af bls. 3.
urum í greininni, þjálfa þá í vis
indalegum rannsóknum, svo að
þeir séu ekki einungis hæfir til
að kenna stúdentum heldur einn
ig starfandi læknum; slíkir menn
þurfa að vera starfandi vísinda-
menn því annars mun þá skorta
grundvallarþekkingu til þess að
geta fært sér i nyt allar þær sér
fræðilegu rannsóknir, sem birt-
ast í tímaritum þeirra vísinda-
manna, sem við læknisfræðilegar
rannsóknir fást.
En spurningin er þessi? Hve
margir þurfa slíkir kennarar að
vera til taks í háskólunum. —
Svarið liggur í augum uppi. Sem
flestir. Það tekur mörg ár að
gera góðan vísindamann úr náms
manni. Lágmarksnámstími er 5-
10 ár eftir embættispróf. En til
þess að unnt sé að bæta kennsl-
una í læknisfræði má ekkert til
spara, að sem fiestir efnilegir
námsmenn geti lagt fyrir sig slíkt
nám og geti eftir það kennt sín
fræði.
setning enn óhagganleg staðreynd
í íslenzkum menntaskólum; lat-
ínunám er eitt hið gagnlegasta af
öllu tungurnálanámi og mætti jafn
vel enn auka þá kennslu; jafnvel
taka upp fornmáladeild við ís-
lenzka menntaskóla, þar sem
menn kynntust henni til hlítar,
gætu jafnvel ort á henni eins og
gömlu mennirnir, sem lærðir voru
í Skálholti og Hólum. Og grísku
ætti skilyröislaust að taka aftur
upp á námsskrá menntaskólanna.
En í háskóla landsins, sem öll-
um skólum fremur ætti að hlynna
að klassiskum fræðum, hafa þau
verið vanrækt. Það er miklum
erfiðleikum bundið að fá kennslu
í þeim. Gríska er að vísu kennd
í guðfræðideild, en það nám mið-
ast eingöngu við að gera prestling-
um kleift að lesa biblíuna á frum
málinu. En kennslu í latínu hefur
verið til skamms tíma illmögu-
legt að fá, og mun því valda kenn-
araskortur. Miðaldalatína er þó
kennd við norrænudeildina, og
þykir flestum er sækja þá tíma,
hún vera næsta þörf grein. Það
er háskólanum til mikils vansa,
að ekki skuii hafa verið komið
upp föstum kennarastóli í klass-
iskum málvísindum og bókmennt-
um fyrir löngu, svo að þeir, sem
hyggja á, að setjast að sumbli í
þessum menningarheimum, þurfi
ekki að leita út fyrir landsstein-
ana.
Senn er marz á enda. 15. marz
(idus Martii) árið 44 f. Kr. var
Caesar myrtur. Þeir stungu hann
sverðum. Og þegar Brutus gekk
fram, er sagt, að Caesar hafi
mælt á grísku: Kai su teknon —
þú líka, barnið mitt. Og fyrir
þessa setningu lifir Brútus í sög-
unni.
Til er ein setning, sem eink-
ar tíð er á latneskum málfræði-
bókum: Hún hljóðar svo: Caesar
pontem aedficandum curavit —
Caesar lét smíða brú. Eftir þess-
ari brú ganga allir þeir, sem lesa
gamla Caesar í menntaskóla. Hún
brúar bilið milli klassiskrar hefðar
og tækni atomaldar. — S. T.
Frakkar tapa
rrh. af 6. síðu.
menn í Frakklandi fái nóg að
gera á næstunni en það er líka
jafnvíst að ferðamannabylgjurn
ar fara að skella yfir París á
venjulegum tíma í vor. Allavega
bíða dúfurnar og postularnir ró
legir yfir dyrum Notre Dame.
vantar börn eða fullorðið fólk til að bera blaðið
til kaupenda í þessum hverfum:
Laufásveg Tjarnargötu
Bergþórugötu Rauðarárholt
Grettisgötu Laugaveg, efri
Afgreiðsla Alþýðublaðsins
Sími 14 900.
Siýrimann og vélstjóra
vantar á bát, sem er að hefja róðra.
Upplýsingar í síma 92-1364 í Keflavík.
Jón Gíslason s.f.
Konan mín, rnóðir okkar og tengdamóðir
Una Þorsteinsdóttir
andaðist í Landsspitalanum 19. þ. m.
ÓLafur Signrðsson og börn.
Útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa
Einars Ágústs Guðmundssonar,
Víðimel 52,
fer fram frá Fossvogskapellunni næstkomandi þriðjudag kl. 3 e. h.
Blóm afbeðin. — F. h. aðstandenda
Kristín Hreinsdóttir.
21. marz 1965 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ